Fara yfir á efnisvæði

30 sekúndur - hámark á verðleit neytenda

17.11.2011

Neytendastofa hefur í dag sent verslunum nánari leiðbeiningar um túlkun reglna um verðmerkingar og einingarverð við sölu á vörum. Þar kemur fram að stofnunin telur að verðleit neytenda við notkun verðskanna skuli að hámarki taka 30 sekúndur. Takist það ekki þá megi líta svo á að varan sé óverðmerkt.

Samkvæmt reglunum var verslunum frá 1. júní 2011 leyft að upplýsa neytendur um verð vöru með verðskönnum þegar um er að ræða vörur sem er óverðmerkt og forpökkuð. Verslanir eiga alltaf að hafa skilti sem sýnir einingarverði (kr./kg) á skýran og greinagóðan hátt.
Fjöldi ábendinga og kvartana hafa borist Neytendastofu um að neytendur finni ekki verð vöru þar sem framangreind aðferð er notuð í verslunum. Af þeirri ástæðu hefur Neytendastofa í dag sent verslunum bréf þar sem þessi hlutlæga regla hefur verið kynnt verslunum.

Afrit af umburðarbréfi Neytendastofu má sjá hér.

TIL BAKA