Fara yfir á efnisvæði

Risakveikjarar eru taldir sígarettukveikjarar

29.03.2011

Fréttamynd

Í sameiginlegu átaksverkefni 13 Evrópuríkja varðandi öryggi kveikjara á markaði hefur komið í ljós að í Evrópu hafa svokallaðir risakveikjarar verið markaðssettir án þess að viðeigandi varúðarráðstafana hafi verið gætt og hafa aðildarríki verkefnisins því sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

Neytendastofa tekur nú þátt í verkefni um öryggi kveikjara á vegumPROSAFE. Markmiðið er að stöðva dreifingu ólöglegra kveikjara og bæta öryggi neytenda. Við leit á evrópskum markaði hefur fundist nokkur fjöldi kveikjara í sérlega stórum stærðum. Þeir eru oft seldir undir heitunum „XXL kveikjarar“, „Giant kveikjarar“, „King Size kveikjarar“, „Jumbo kveikjarar“ eða undir öðrum álíka heitum. Þeir eru í laginu eins og venjulegir sígarettukveikjarar, en eru mikið stærri.

Hjá aðildarríkjum verkefnisins  hefur orðið vart við nokkra óvissu hjá innflytjendum og framleiðendum varðandi lagaskilyrði slíkra kveikjara og vilja þau því leggja áherslu á eftirfarandi:

Aðildarríkin álíta að ætluð not risakveikjara sé til að tendra í sígarettum. Þess vegna eru kveikjararnir taldir sígarettukveikjarar sem falla undir ákvæði kveikjaraákvörðunar (Ákvörðun Framkvæmdastjórnarinnar 2010/157/EU, birt í  the Official Journal L 67 frá 17 mars 2010, bls. 9). Þetta felur í sér að:

o   Kveikjararnir verða að vera öruggir og uppfylla skilyrði staðalsins EN ISO 9994.
o   Kveikjararnir verða að hafa barnalæsingu en þeir teljast hafa barnalæsingu ef þeir uppfylla skilyrði staðalsins EN 13869.
o   Við flutning verða kveikjararnir að uppfylla öll viðeigandi skilyrði sem sett hafa verið vegna flutninga á hættulegum vörum, sérstaklega ADR milliríkjasamninginn (Evrópusamningur varðandi alþjóðlega flutninga á hættulegum vörum á vegum úti, kafli 3.3, sérákvæði 201. Samningurinn mælir fyrir um að hámarks leyfilegt magn eldsneytis í kveikjara er 10 grömm).

Aðildarríkin leggja áherslu á að umræddir risakveikjarar verða ekki taldir til arinn-og grillkveikjara jafnvel þótt þeir séu lengri en 110mm þar sem þeir eru ætlaðir sem sígarettukveikjarar. Sígarettukveikjarar og arinn-og grillkveikjarar eru aðgreindir eingöngu eftir ætlaðri notkun en ekki eftir stærð.

•   Ætluð not á sígarettukveikjurum er til að tendra sígarettur, pípur o.þ.h.
•   Ætluð not á arinn-og grillkveikjurum er til að tendra í örnum, útigrillum, kertum, eldstæðum o.fl.

Bakgrunnur
Verkefnið um öryggi kveikjara er samræmt af PROSAFE, “The Product Safety Enforcement Forum of Europe”, samtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, en þau sameina markaðseftirlitsaðila frá allri Evrópu og um heim allan. Verkefnið er rekið með fjármagni frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
Nánari upplýsingar á www.prosafe.org

TIL BAKA