Fara yfir á efnisvæði

IKEA innkallar LYDA bolla vegna brunahættu

06.06.2013

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun frá IKEA á LYDA bollum. Bollarnir geta brotnað þegar heitum vökva er hellt í þá og við það skapast hætta á bruna. IKEA hefur fengið tuttugu tilkynningar vegna bolla sem hafa brotnað við notkun. Engin þessara tilkynninga kom frá viðskiptavinum á Íslandi. Umræddir bollar voru seldir á tímabilinu frá ágúst 2012 fram í maí 2013. Þessi innköllun á ekki við aðra IKEA bolla.

Þeir sem eiga LYDA bolla eru hvattir til að hætta strax að nota bollana og koma með þá aftur í IKEA verslunina þar sem þeir verða endurgreiddir að fullu.

Allar nánari upplýsingar  veitir IKEA í síma 520 2500.

Hægt er að sjá tilkynninguna frá IKEA hér.

TIL BAKA