Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar verslanir í Reykjanesbæ

12.09.2011

Neytendastofa hefur sektað sjö sérvöruverslanir í kjölfar könnunar á ástandi verðmerkinga í Reykjanesbæ. Verslununum var gefinn kostur á að koma verðmerkingum sínum í lag en þar sem þær fóru ekki að tilmælum Neytendastofu hefur stofnunin lagt á hverja þeirra stjórnvaldssektir að fjárhæð 50.000 kr.

Verðmerkingum söluvara í verslunarrými Art-hússins og Nýja Bakarísins voru ekki  í lagi. Í verslununum HH Skóm, Kóda, K-Sport, Útivist og Sport og Voila voru óverðmerktar vörur í sýningarglugga.

Verslunum ber skylda til að verðmerkja allar söluvörur sínar, jafnt í verslunarrými sem og í sýningargluggum sínum.

Ákvarðanirnar eru nr. 51/2011, 52/2011, 53/2011, 54/2011, 55/2011, 56/2011 og 57/2011 og má nálgast hér.

TIL BAKA