Fara yfir á efnisvæði

Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 1- 5.

16.03.2010

Fréttamynd

Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:

1.Framleiðandi í Austurríki hefur tekið af markaði tuskudýr þar sem á því er smáhlutur sem valdið geta hættu á köfnun.. Vöruheitið er Bauer. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Þýskaland. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

2. Stjórnvöld í Bretlandi hafa fyrirskipað sölubann á trépúsli þar sem varan inniheldur efni sem eru hættulegt heilsu barna og sem á er smáhlutur sem valdið getur köfnun. Vöruheitið er Dilemma Games, sjá upplýsingar og mynd hér.  Framleiðsluland er Tæland. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

3. Stjórnvöld í Pólandi hafa fyrirskipað sölubann á Russ tuskudúkku sem á er smáhlutir sem  auðveldlega getur losnað og valdið köfnun. Vöruheitið er Zippety. Sjá nánari upplýsingar og mynd hér.  Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

4. Innflutningsaðili í Þýskalandi hefur tekið af markaði og innkallað frá neytendum leikfangabíla þar sem varan inniheldur efni sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er óþekkt, sjá nánari upplýsingar og mynd hér.  Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

5. Stjórnvöld í Eistlandi hafa fyrirskipað dreifingaraðilum þar í landi að taka af markaði hringlu, vegna hættu á köfnun, þar sem hún er auðbrjótanleg og inn í henni smáhlutir. Vöruheitið er BabyOno. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér.  Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

6. Stjórnvöld í Lettlandi hafa tekið af markaði leikfangasíma þar sem desíbel styrkur símans fer yfir leyfilegan hljóðstyrk og getur valdið hættu á heyrnarskaða. Vöruheitið er INTERKOBO.  Nánari upplýsingar og mynd má finna hér.   Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

7. Smásali í Frakklandi hefur tekið af markaði leikfang þar sem það inniheldur smáa segla sem valdið geta köfnun. Vöruheitið er La Grande Récré, sjá nánari upplýsingar og mynd hér.   Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

8. Dreifingaraðili í Lettlandi hefur hætt sölu á svampmottu þar sem hún inniheldur smáa hluti sem valdið geta köfnun.. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér.  Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

9. Tekið hefur verið af markaði í Þýskalandi búgarðsleikföng úr plasti þar sem varan inniheldur  þalöt sem er hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er WENCO. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

10. Stjórnvöld á Bretlandi hafa sett sölubann á trévörubíl. Varan inniheldur smáa hluti sem valdið geta köfnun og á henni er band sem valdið getur kyrkingu. Vöruheitið er Dilemma Games. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér.   Framleiðsluland er Tæland. Varan er ekki CE-merkt og samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

11. Tekið hefur verið af markaði í Þýskalandi, sett sölubann og innkallað frá neytendum  bakpoka fyrir börn þar sem á honum eru löng bönd sem valdið geta kyrkingu og einnig inniheldur hann þalöt yfir leyfilegu marki. Vöruheitið er Pfennigfeiffer. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan er ekki CE-merkt og samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

12. Stjórnvöld á Ítalíu hafa gert upptæk svampmottu þar sem hún inniheldur efni sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er XIN YUE. Nánari upplýsingar má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan er ekki CE-merkt og  samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

13. Stjórnvöld í Bretlandi hafa sett sölubann á spilið Yellow solitaire Game þar sem það inniheldur smáa hluti sem valdið geta köfnun og einnig efni sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er Dilemma Games. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Tæland. Varan er ekki CE-merkt og samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

14. Tollayfirvöld í Finnlandi hafa komið í veg fyrir innflutningi á grímubúninginum Fancy dress costumes þar sem á honum eru bönd sem valdið geta kyrkingu og ytri meiðslum. Vöruheitið er E Collection, Creative Education. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér.  Framleiðsluland er Sri Lanka. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

15. Innflutningsaðili í Lettlandi hefur tekið úr sölu og af markaði baðleikfangasett þar sem það inniheldur smáa hluta sem geta valdið köfnun. Vöruheitið er Fun time. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

16. Innflutningsaðili í Frakklandi hefur tekið af markaði leikfangabyssu þar sem það framkallar loga við notkun þess sem valdið geta bruna. Vöruheitið er Ferry. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

17. Tekið hefur verið af markaði í Þýskalandi hoppbolti þar sem hann inniheldur þalöt sem eru hættuleg heilsu barna.  Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér.   Framleiðsluland er óþekkt. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

18. Hætt hefur verið sölu í Hollandi á tuskudúkkunni, Pop Leonie Large, þar sem á henni eru ásaumuð augu sem auðveldlega geta losnað og valdið köfnun. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér.  Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

19. Innflutningsaðili í Hollandi hefur tekið af markaði uppblásinn stól þar sem hún inniheldur þalöt yfir leyfilegu marki. Vöruheitið er Disney Princess. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan er ekki CE-merkt og samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

20. Sala á vatnsleikföngum hefur verið stoppuð í Hollandi þar sem þau innihalda þalöt yfir leyfilegu marki. Vöruheitið er Fashy Badetier. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér.  Framleiðsluland er Þýskaland. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

Neytendastofa hvetur neytendur og innflytjendur til að senda ábendingar til stofnunarinnar um framangreindar vörur telji þeir að þær sé að finna á markaði  hér á  landi, nafnlausar ábendingar eða undir nafni með skráningu notenda  í þjónustugátt stofnunarinnar, sjá nánari upplýsingar og leiðbeiningar á heimasíðu Neytendastofu.

 

 


 

 

TIL BAKA