Fara yfir á efnisvæði

Notum aldrei inniljós úti

30.11.2012

Fréttamynd

Jólaljós utandyra eiga að vera sérstaklega gerð til slíkra notkunar. Á öllum jólaljósum eða umbúðum þeirra, sem seld eru hér á landi sem inniljós, á að standa á íslensku að þau séu eingöngu til notkunar innanhúss. Að nota inniljós utandyra getur verið lífshættulegt. Útiljósakeðjur eiga að vera vatnsvarðar. Brýnt er að perur útiljósa vísi ávallt niður svo að ekki sé hætta á að vatn safnist í perustæðin. Einnig er mikilvægt að festa útiljós vandlega þannig að perur geti ekki slegist við og brotnað.
 
Notum réttar perur og látum ljósin ekki loga yfir nótt
Engin jólaljós eru svo örugg að hægt sé að útiloka íkveikju af þeirra völdum. Varasamt er að láta loga á jólaljósakeðjum (jólaseríum) sem og öðrum jólaljósum innanhúss yfir nótt eða þegar við erum að heiman. Þetta á ekki síst við um ljós á jólatrjám.
 
Flestar nýrri ljósakeðjur til notkunar innandyra eru þannig gerðar að þegar ein pera „deyr“ logar áfram á hinum. Eftir því sem logar á færri perum eykst ljósstyrkur hverrar peru og þar með hitinn. Ljós sem ofhitna geta auðveldlega valdið bruna. Því ber að skipta strax um bilaðar perur í ljóskeðjum og hafa í huga að nota rétta gerð af peru. Röng gerð, stærð eða styrkur getur valdið ofhitnun sem leiðir til íkveikju. Til þess að fá örugglega rétta peru í stað bilaðrar er best að taka ljósabúnaðinn með sér þegar ný er keypt.
 
Sjá einnig bæklinginn „Jólaljós og rafmagnsöryggi

 

TIL BAKA