Fara yfir á efnisvæði

Barnafataverslun varar við böndum í hálsmáli

12.04.2012

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá versluninni Rokký Reykjavík varðandi hættu af böndum í nokkrum hettupeysum frá sænska vörumerkinu Nova Star. Hættan felst í því að bönd í hettum eða í hálsmáli geta valdið hættu á kyrkingu. Af öryggisástæðum vill verslunin benda þeim sem keypt hafa umræddar peysu að fjarlægja böndin úr peysunum.

Neytendastofa vill árétta að um barnaföt gilda lög um öryggi vörur og opinbera markaðsgæslu nr. 134/1995 og staðallinn ÍST EN 14682:2007 Öryggi barnafatnaðar - Bönd og reimar í barnafatnaði - forskriftir. Í öryggiskröfum staðalsins kemur fram að í barnafötum fyrir börn að 7 ára aldri (upp í 1,34 m hæð) mega ekki vera bönd eða reimar í hettu eða hálsmáli. Í barnafatnaði fyrir börn 7- 14 ára mega  bönd eða reimar í hálsmáli ekki standa lengra en 75 mm út úr flíkinni. Þá eru einnig takmörk á því hversu löng bönd í mitti, ermum og skálmum mega vera.

TIL BAKA