Fara yfir á efnisvæði

Pólýhúðun heimilt að nota lénin dufthudun.is og dufthúðun.is

21.05.2010

Dufthúðun ehf. kvartaði yfir skráningu Pólýhúðunnar á lénunum dufthudun.is og dufthúðun.is. Taldi Dufthúðun að skráning Pólýhúðunnar á lénunum hafi verið gerð í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir að Dufthúðun gæti skráð lénin.

Í ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2010 var vísað til þess að lén sem eru lýsandi fyrir starfsemi viðkomandi, en hafa ekki sérkenni til aðgreiningar frá keppinautum, njóta ekki verndar gegn því að annar noti áþekk lén eða heiti til kynningar á starfsemi sinni. Neytendastofa taldi lénin almenn og lýsa starfsemi aðilanna og því var niðurstaðan sú að skráning Pólýhúðunnar á lénunum væri ekki brot á lögum.

Ákvörðun nr. 27/2010 má lesa hér.

TIL BAKA