Fara yfir á efnisvæði

ÁTVR ber að taka af markaði ólöglegar sígarettur

30.05.2012

Innanríkisráðuneytið hefur staðfest þau fyrirmæli Neytendastofu að ÁTVR beri að taka af markaði sígarettur sem ekki uppfylla öryggiskröfur íslenska staðalsins ÍST EN 16156:2010. Í ákvörðun Neytendastofu frá 16. nóvember 2011 synjaði Neytendastofa beiðni ÁTVR um að fá leyfi til að selja af vörulager sígarettur sem ekki teljast lengur öruggar samkvæmt framangreindum staðli og reglum á Evrópska efnahagssvæðinu. Áfrýjunarnefnd neytendamála vísaði máli ÁTVR frá í febrúar 2012. Í úrskurði innanríkisráðuneytisins segir Í ljósi þeirrar ströngu ábyrgðar sem gerð er til framleiðanda og dreifingaraðila í lögum nr. 134/1995 og lögum nr. 25/1991, um skaðsemisábyrgð og þess að flest öll fyrirtæki draga óöruggar vörur tilbaka af markaði, telur innanríkisráðuneytið það farsælast að ÁTVR hætti dreifingu og sölu á sígarettum sem ekki uppfylla staðalinn“. Neytendastofa vill því að gefnu tilefni ítreka að óheimilt er að flytja inn og dreifa hér á landi sígarettum sem ekki uppfylla þennan samevrópska öryggisstaðal varðandi kviknunareiginleika á sígrettum.

TIL BAKA