Fara yfir á efnisvæði

Tímabundið sölubann á leikföng framlengt

23.10.2013

Í september setti Neytendastofa tímabundið sölubann á 11 leikföng sem voru til sölu í Minjagriðaverslunum sbr. sbr. frétt Neytendastofu frá 23. september 2013.

Neytendastofa hefur nú tekið þá ákvörðun að framlengja hið tímabundna sölubann um fjórar vikur og veita frekari frest til þess að skila inn gögnum til stofnunarinnar. Rétt er að taka sérstaklega fram að sölubannið á ekki aðeins við um þær vörur sem seldar eru í þessum verslunum heldur tekur bannið til allra verslana sem hafa viðkomandi vöru til sölu hjá sér.

Vörurnar sem hér um ræðir eru lundi mjúkdýr, seldur hjá The Viking (framleiðandi ótilgreindur). Kind mjúkdýr, selkópur mjúkdýr og og tvær tegundir af lunda mjúkdýri framleidd af Happy day. Leikfang til þess að hengja á vagn framleitt af Made by Grandma. Trékýr framleidd af leikfangasmiðjunni Stubbur. Monstrarnir brúða og Sprelli framleiddir af Kozy by Alma og ljóshærð dúkka (Anna) framleidd af Drífu ehf.

Vörurnar sem lagt var á tímabundið sölubann voru ekki CE-merktar, en það bendir til þess að varan sé ekki öruggt leikfang fyrir börn. En eingöngu er heimilt að setja á markað leikföng sem merkt eru með CE-merki. Einnig var nokkuð um að það vantaði framleiðanda, framleiðsluland og þvottaleiðbeiningar.

Athygli skal þó vakin á því að engar tilkynningar hafa borist Neytendastofu um slys af völdum ofangreindra leikfanga.

TIL BAKA