Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu um auglýsingar á Apple fartölvum staðfest

16.02.2011

Með úrskurði 19/2010 staðfesti áfrýjunarnefnd neytendamála ákvörðun Neytendastofu frá 3. desember 2010.  Með ákvörðuninni taldi Neytendastofa að Skakkiturninn ehf. hefði brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem hann gat ekki fært sönnur á fullyrðinguna "engir vírusar" í auglýsingum fyrirtækisins á Apple fartölvum.  Var fyrirtækinu bannað að auglýsa með umræddum hætti.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA