Fara yfir á efnisvæði

Viðskiptahættir fyrrum starfsmanns ekki trúnaðarbrot

27.08.2010

Upplýsingamiðstöð Íslands kvartaði til Neytendastofu yfir meintu trúnaðarbroti fyrrum starfsmanns fyrirtækisins og fyrirtæki hans IT Ráðgjöf og hugbúnaðarþjónusta. Taldi Upplýsingamiðstöð Íslands að starfsmaðurinn hafi nýtt upplýsingar sem hann öðlaðist í starfi hjá Upplýsingamiðstöð Íslands í því skyni að koma á fót vefþjónustunni rel8 þar sem hægt er að kaupa ýmiskonar upplýsingar um tengsl fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi.

Að mati Neytendastofu gat Upplýsingamiðstöð Íslands ekki sýnt fram á að  leynd skyldi hvíla yfir þeirri viðskiptahugmynd að tengja saman einstaklinga og lögaðila og veita upplýsingar um tengsl þeirra í lokuðu áskriftarkerfi. Taldi stofnunin að ríkar kröfur yrði að gera til þess að hægt væri að fallast á að tilteknar upplýsingar eða tiltekin þekking njóti verndar af þeirri ástæðu að það lægi í hlutarins eðli þar sem krafan um leynd var ekki látin í ljós við starfsmanninn. Var það því niðurstaða Neytendastofu að ekki væri ástæða til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA