Fara yfir á efnisvæði

Öruggari flugeldar – ESB samþykkir nýjar reglur

03.06.2013

Fréttamynd

Í EES-samninginn hefur verið felld tilskipun 2007/23/EB um að setja á markað flugeldavörur sem verður innleidd með frumvarpi innanríkisráðherra síðar á þessu ári. Framleiðendum og innflytjendum ber skylda til þess samkvæmt þessum reglum að fylgja öryggiskröfum sem gilda um framleiðsluna. Þannig ber þeim að tryggja að allir flugeldar hafi fengið vottun og gerðarprófun, sem þeir staðfesta með áfestingu CE-merkisins. Miklar skyldur eru lagðar á framleiðendur flugelda samkvæmt reglunum en engin framleiðsla er á Íslandi. Ábyrgð á því að öllum reglum hafi verið fylgt fellur því á innflytjendur sem einnig verða að tryggja að leiðbeiningar á íslensku fylgi vörunni. Á  Evrópuþinginu var samþykkt nýlega viðbótarbreyting á tilskipun 2007/237EB sem mikilvægt er að framleiðendur og innflytjendur kynni sér og framfylgi.

Fréttatilkynningu og nánari upplýsingar á ensku má sjá hér.

TIL BAKA