Fara yfir á efnisvæði

Sohosól bannað að nota heitið Smarter

26.11.2010

Neytendastofu barst erindi frá sólbaðsstofunni Smart þar sem kvartað var yfir notkun Sohosólar á heitinu Smarter í auglýsingum og utan á húsnæði sólbaðsstofunnar.

Að mati Neytendastofu eru heitin og auglýsingaskiltin, Smart og Smarter, mjög lík og auðvelt fyrir neytendur að ruglast á fyrirtækjunum. Heitið Smarter geti einnig gefið í skyn að um sé að ræða sama eða nátengt fyrirtæki og Smart.

Neytendastofa taldi Sohosól því brjóta gegn ákvæðum laga um viðskiptahætti og markaðssetningu og bannaði félaginu notkun á heitinu Smarter.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA