Fara yfir á efnisvæði

Eftirlit með vínmálum

04.02.2013

Fréttamynd

Neytendastofa hefur gert könnun hjá um 20 vínveitingarhúsum og innflytjendum hvort í notkun væru löggilt veltimál (sjússamæla ) og vínskammtara og einnig hvort að vínglös og bjórglös hafi viðeigandi merkingar.  Tilgangurinn var að kanna hvort verið væri að fylgja eftir reglum um vínmál sem notuð eru til að mæla skammta áfengis sem ætlað er til sölu.

Bjórglös og bjórkönnur  eiga að vera sérstaklega merkt með rúmmáli og áfyllingarstriki, til dæmis  hálfs lítra bjórglas á að vera merkt 50 cl. og með áfyllingarstrik þannig að neytendur sjái að þeir séu að kaupa rétt magn. Sama á við þegar keypt er glas af léttvíni  glasið á að vera merkt.Veltimál (sjússamælar )og vínskammtarar eru notuð til að mæla magn af sterku áfengi við sölu. Hægt er að sjá hvort að veltivínmál séu löggilt með því að skoða hvort það sé löggildingatákn, faggildingarnúmer og ártal í málinu. Eins á að vera brúnamerki á málinu en það sett á til að staðfesta að ekki hafi verið reynt að breyta vínmálinu. Vínskammtarar eiga að vera með löggildingamiða.

Af þeim veitingastöðum sem kannaðir voru reyndist enginn vera í lagi. Léttvínsglös reyndust vera ómerkt, en allflestir voru þó með merkt bjórglös Vínmál og vínskammtarar voru ávallt til staðar en töluvert vantaði upp á að mælarnir væru löggiltir.

Neytendastofa mun fylgja þessu eftir og fara fram á að úr þessum málum verði bætt. Kannað verður áfram ástand vínmála hjá öllum vínveitingastöðum landsins með það að markmiði að stuðla að eðlilegum viðskiptaháttum og jafna samkeppni.

TIL BAKA