Fara yfir á efnisvæði

Nýtt fréttabréf Neytendastofu

08.04.2009

Rafrænt fréttabréf Neytendastofu er nýr miðill sem hefur þann tilgang að flytja fréttir og greinar um málefni sem varða hagsmuni og réttindi neytenda. Sjaldan hefur verið jafnbrýnt og nú að standa vörð um þá réttarvernd sem neytendum er veitt í lögum, á ýmsum sviðum viðskiptalífsins. Auk þess standa vonir okkar til að hér verði unnt að miðla ýmsum upplýsingum jafnt til neytenda sem aðila atvinnulífsins. Meðfylgjandi er nýtt rafrænt fréttabréf Neytendastofu þar sem birtast fréttir og greinar um málefni sem varða hagsmuni og réttindi neytenda. Sjá fréttabréf Neytendastofu.

Stefnt er að því að fréttabréf Neytendastofu komi út með reglubundnum hætti og hvetjum við sem flesta til þess að vera áskrifendur, með því að senda beiðni þar um á póstfangið postur@neytendastofa.is með efnisheitinu Fréttabréf.  Auk þess geta allir neytendur og skráðir notendur í Rafrænni Neytendastofu fengið fréttabréfið sent inn í eigin málaskrá. Allar ábendingar um efni eru sömuleiðis vel þegnar en þær má senda nafnlaust eða undir nafni á Rafræna Neytendastofu á www.neytendastofa.is

 

TIL BAKA