Fara yfir á efnisvæði

Múrbúðinni bannað að nota myndmerkið Evidrain

24.05.2011

Tengi leitaði til Neytendastofu með kvörtun yfir notkun Múrbúðarinnar á myndmerkinu Evidrain. Í kvörtuninni kom fram að Tengi teldi merkið mjög líkt merkinu Unidrain sem Tengi hefði umboð fyrir.

Í niðurstöðum ákvörðunarinnar er um það fjallað að Neytendastofa telji myndmerkin mjög áþekk og mikla hættu á að ruglingur verðu á milli þeirra. Neytendastofa taldi Tengi eiga betri rétt til merkisins af því að það félag hafði notað sitt merki lengur. Auk þess leit Neytendastofa til þess að vörumerki þeirrar vöru sem Múrbúðin notar myndmerkið Evidrain fyrir heitir Evimetal en félagið ákvað að breyta merkinu í Evidrain.

Múrbúðinni var því bönnuð notkun á myndmerkinu Evidrain.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA