Fara yfir á efnisvæði

CE-merkið - þinn markaður í Evrópu!

07.10.2010

Fréttamynd

Við sjáum oft „CE-merkið” á ýmsum vörum sem við kaupum, en hvað þýðir raunverulega þetta merki? Undir slagorðinu „CE-merkið - þinn markaður í Evrópu!” þá hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og EFTA hrundið af stað kynningarherferð á CE-merkinu. Þetta merki gefur kaupendum á vöru til kynna að varan sé í samræmi og uppfylli allar kröfur í löggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu og sé því hæf til markaðssetningar og sölu innan EES-svæðisins. Þegar að framleiðandi setur CE-merkið á framleiðsluvörur sínar þá lýsir hann um leið yfir, á sína eigin ábyrgð, að varan uppfylli allar kröfur sem gerðar eru í löggjöfinni varðandi heilsu og öryggi neytenda eða umhverfisvernd. Lagaleg og efnahagsleg áhrif þess fyrir fyrirtæki sem ekki fara að settum reglum og gæta því ekki þess að vöruframleiðslan uppfylli kröfur hverju sinni eru að slík vanræksla leiðir til þess að þar með er einnig grafið undan öðrum löghlýðnum fyrirækjum sem fylgja settum reglum.  Af þeirri ástæður er þessari herferð einkum beint að öllum starfandi fyrirtækjum til þess að auka skilning og þekkingu þeirra á aðferðum sem þeim ber að nota til að CE-merkja vörur sem þau bera ábyrgð á.

Antonio Tajani, framkvæmdastjóri stjórnardeildar Evrópusambandsins á sviði iðnaðar og nýsköpunar segir: “ Við verðum að stórauka sýnileika og traust almennings á CE merkinu. Markmið með þessari herferð er að auk skilning á því hver sé þýðing merkisins og hvernig eigi að nota það. Grundvöllur þess að unnt sé að treysta CE-merkinu er kerfið sem leyfir notkun þess sé áreiðanlegt og virki. Aukið traust neytenda er mikill hagur fyrir fyrirtæki og dreifingaraðila á vörum”.
Þess má geta að ekki er skylt að merkja allar vörur sem framleiddar eru á EES-svæðinu með CE-merki. Merkið á við um 23 mismunandi vöruflokka til dæmis má þar nefna leikföng, raftæki, vélar, persónuhlífar og lyftur.
CE merkið táknar ekki að varan hafi verið framleidd í einhverju landi sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) heldur felst í því aðeins yfirlýsing um að varan hefur verið yfirfarin og metin áður en hún var sett á markað og því þar með lýst yfir að hún uppfylli allar kröfur sem gerðar eru til hennar samkvæmt lögum um samræmdar öryggiskröfur. Það þýðir að framleiðandinn hefur gengið úr skugga um að varan uppfyllir allar grunnkröfur t.d. varðandi öryggi og heilsu sem gerðar eru samkvæmt hlutaðeigandi lögum og hún hefur verið skoðuð af utanaðkomandi og óháðum matsaðila þegar það á við.
Ábyrgð framleiðanda sem framleiðir vörur á EES svæðinu er að sjá til þess að fram fari mat á samræmi vörunnar við kröfur sem gerðar eru, útbúa öll tæknileg skjöl fyrir vöruframleiðsluna og setja saman samræmisyfirlýsingu og festa á vöruna eða umbúðirnar CE-merki svo og útbúa önnur nauðsynleg skjöl, s.s. leiðbeiningar um notkun.
Dreifingaraðilum ber skylda til þess að athuga hvort CE merkið er til staðar svo og önnur nauðsynleg skjöl. Þegar vörur eru fluttar inn frá ríkjum utan EES svæðisins þá verður innflytjandi að ganga úr skugga um að framleiðandinn þar sem varan er framleidd hafi fylgt öllum reglum sem gilda um framleiðsluna og hann sér til þess að öll skjöl sem sanna það séu til reiðu þegar að stjórnvöld kalla eftir þeim.
CE-merkið á einnig við í Sviss vegna ákvæða í tvíhliða samningum og svissnesk fyrirtæki verða því að fylgja þessum samevrópsku reglum sem gilda á EES-svæðinu.

CE-merkið auðveldar fyrirtækjum og stjórnvöldum lífið:
Fyrir Evrópskan framleiðsluiðnað þá veitir merkið þeim aðgang að öllum hinum sameiginlega innri markaði í Evrópu og komast þeir þannig hjá því að afla sérstaks samþykkis til markaðssetningar hjá stjórnvöldum í mismunandi 30 aðildarríkjum sem mynda hinn sameiginlega innri markað en það tryggir verulegan sparnað í rekstri um leið og gerðar eru ríkar kröfur til framleiðslunnar. 
Fyrir stjórnvöld í hverju landi fyrir sig auðveldar þetta mjög eftirlit með vöru á sama tíma að fjölbreytni og vöruúrval eykst stöðugt og um leið er þess gætt að þær uppfylli staðla sem gilda um framleiðsluna.
Aukið eftirlit með utanaðkomandi aðilum sem meta vöruna (þ.e. tilkynntum aðilum) og með því að styrkja og auka markaðseftirlit stjórnvalda eins og nú hefur verið ákveðið er til þess fallið að CE-merkið verði betur þekkt og að neytendur geti treyst á að fylgt sé gildandi lögum.
Nýlega tók gildi ný löggjöf sem gildir um allar vörur sem settar eru á markað innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem gildandi reglur hafa verið styrktar þannig að CE-merkið mun hafa enn meiri þýðingu í framtíðinni sbr. nánar í meðfylgjandi kynningu á ensku MEMO/10/257.

Í hegningarlögum og öðrum stjórnsýslureglum einstakra ríkja á EES svæðinu er að finna reglur sem gilda um misnotkun og fölsun á CE-merkingu. Þeir sem falsa eða misnota merkið geta því átt von á sektum eða fangelsi, allt eftir því hversu alvarlegt brotið er. Hins vegar ef ætla má að vörunni fylgi bráð eða yfirvofandi hætta fyrri öryggi neytenda þá geta framleiðendur undir vissum kringumstæðum og ef það er framkvæmanlegt fengið tækifæri til þess að gera úrbætur á vörunni þannig að hún uppfylli kröfur samkvæmt lögum og reglum en ef það er ekki hægt þá ber þeim skylda til að fjarlægja vöruna af markaðnum. 

Kynningarherferðin felur meðal annars í sér að það fara fram 30 kynningar-og fræðslufundir í öllum EES-ríkjunum fyrir framleiðendur, fagfélög, samtök neytenda og fréttamenn. Nánari upplýsingar á ensku:
MEMO/10/257.
http://www.ec.europa.eu/cemarking

Sjá fréttatilkynningin á ensku hér

 

 

TIL BAKA