Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun um atvinnuleyndarmál

10.04.2012

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi starfsmaður Adakris UAB hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að hagnýta sér atvinnuleyndarmál Adakris með því að afhenda tilboðsgögn vegna útboðs Reykjavíkurborgar á Sæmundar- og Norðlingaskóla og með því upplýsa um fjárhæðir krafna Adakris UAB á Reykjavíkurborg .

Adakris kvartaði yfir því að starfsmaðurinn hafi veitt upplýsingar til viðskiptaaðila eða hagnýtt sér sjálfur atvinnuleyndarmál félagsins. Einnig taldi Adakris að forsvarsmaður viðskiptaaðila Adakris hafi tekið á móti og hagnýtt sér viðskiptaleyndarmál félagsins með ólögmætum hætti.

Stofnunin taldi starfsmanninn hafa brotið gegn ákvæðum laganna með samskiptum sínum við viðskiptaaðila Adakris. Hins vegar taldi stofnunin viðskiptaðaðila Adakris ekki hafa nýtt sér upplýsingar sem talist gætu til atvinnuleyndarmála Adakris. 

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA