Fara yfir á efnisvæði

Skorkort neytendamála sýnir vantraust neytenda

05.06.2012

Samkvæmt nýjum niðurstöðum úr Skorkorti neytendamála eru aðstæður neytenda að batna í mörgum löndum Evrópu eftir efnahagshrunið.  Skoðað var viðhorf neytenda gangvart verðlagi og valmöguleika á vörum, lagalegum réttindum þeirra og hversu vel neytendur telja rétt sinn virtan. Þrátt fyrir að neytendur telji að markaðurinn hafi batnað þá kom fram að um 50% neytenda í Evrópu treysta ekki að verið sé að selja örugga vöru og telja að það sé meira um óréttmæta viðskiptahætti en áður.  Einnig kom fram að neytendur þekkja ekki rétt sinn. Aðeins 12% svarenda gátu sagt til um rétt sinn varðandi ábyrgð á vörum.
Það er ljóst að það þarf að kynna neytendum betur rétt sinn.  Neytendastofa hefur kynnt fyrir skólum bækur sem gefnar eru út af Evrópusambandinu, sem t.d. eru notaðar mörgum skólum til stuðnings við tungumálakennslu, þar sem ungt fólk er um leið frætt um réttindi sín.  Margir skólar  hafa nýtt sé þennan möguleika. 

Bókin er aðgengileg á vefslóðinni http://ec.europa.eu/consumers/europadiary/ og hvetur Neytendastofa þá sem vilja kynna sér betur réttindi sín við kaup á vörum  og þjónustu að skoða hana. Þá er ýmsan fróðleik um réttindi neytenda að finna á vefsíðu stofnunarinnar.

Skortkort neytendamála er unnið á vegum framkvæmdastjórnar ESB til að kanna stöðuna á Innri markaðnum í Evrópu frá sjónarhóli neytenda. 

Sjá nánar um skortkort neytendamála hér.

TIL BAKA