Fara yfir á efnisvæði

Verðmerkingar hjá þremur af fjórum gjafavöruverslunum á hótelum í lagi

29.07.2010

Dagana 12. og 13. júlí 2010 fóru starfsmenn Neytendastofu í eftirlit með verðmerkingum á gjafavörum sem seldar eru á hótelum. Skoðað var hvort vörur í verslunum eða afgreiðslu hótelanna væru verðmerktar ásamt því að verðmerkingar í sýningargluggum voru skoðaðar.

Fjórar gjafavöruverslanir eru staðsettar á hótelum höfuðborgarsvæðisins, þar af tvær á sama hótelinu, Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur.

Aðeins þótti ástæða til að gera athugasemdir við verðmerkingar í einni verslun en það var hjá Iceland Travel Assistance sem staðsett er í Hilton Reykjavík Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut 2. Aðrar verslanir voru með merkingar í lagi.

Neytendastofa hvetur neytendur eindregið til að vera ávallt á verði og koma ábendingum til stofnunarinnar í gegnum rafræna Neytendastofu á veffanginu www.rafraen.neytendastofa.is

TIL BAKA