Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar eiganda Buy.is

25.10.2013

Neytendastofu barst kvörtun frá iStore yfir ummælum Buy.is á Facebook síðu Buy.is þar sem borið var saman verð á vöru sem seld er í báðum verslunum og því meðal annars haldið fram að iStore væri „okurbúlla“. Við meðferð málsins baðst Buy.is afsökunar á ummælunum en síðar birtust sambærileg ummæli á Facebook síðunni þar sem því var til viðbótar haldið fram að einokun væri á markaði og að mikil álagning sýndi græðgi stjórnenda.

Neytendastofa taldi ummælin afar ósanngjörn gagnvart iStore og eiganda hennar. Ummælin væru ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore og hafa þannig áhrif á ákvörðun neytenda um að eiga viðskipti.

Þar sem brotið var endurtekið, þrátt fyrir afsökunarbeiðni, og þegar litið væri til atvika í málinu taldi Neytendastofa rétt að leggja 150.000 kr. stjórnvaldssekt á eiganda Buy.is fyrir brotin.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.  

TIL BAKA