Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar bifreiðar af gerðinni Prius

10.02.2010

Neytendastofa hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun af nýjustu útgáfu af Prius. Á Íslandi varðar innköllunin alls fjóra bíla og hefur Toyota nú þegar haft samband við eigendur viðkomandi bíla. 

Á heimasíðu Toyota kemur fram að viðgerðin sé vegna óstöðugrar hemlunartilfinningar við jafna en ákveðna hemlun á lausu vegyfirborði þegar ABS hemlastýrikerfið yfirtekur hemlastjórnunina. Viðgerðin felst í uppfærslu á forriti í ABS stjórntölvu. Uppfærða forritið flýtir innkomu ABS stjórnunarinnar þegar hemlað er  á lausu vegyfirborði.  Innköllunin á ekki við um eldri gerðir Prius, aðrar gerðir Toyota eða Lexus.
Ekki er vitað um slys í Evrópu af völdum þessara bíla.

TIL BAKA