Fara yfir á efnisvæði

Ný yfirstjórn neytendamála

01.10.2009

Á Alþingi hafa verið samþykkt lög um breytingu á Stjórnarráði Íslands. Í hinum nýju lögum felst að neytendamál og Neytendastofa munu frá og með 1. október 2009 heyra undir dómsmála-og mannréttindaráðuneytið. Neytendastofa og starfsmenn hennar hlakka til þess að eiga samstarf við nýtt ráðuneyti um málefni er varða neytendur og á þessum tímamótum vill hún og starfsmenn hennar jafnframt þakka samstarfið við viðskiptaráðuneytið á liðnum árum.
Lög um breytingu á Stjórnarráði Íslands má sjá hér.

TIL BAKA