Fara yfir á efnisvæði

Ritfangaverslanir almennt með góðar verðmerkingar

07.06.2013

Dagana 24. maí – 27. maí sl. könnuðu starfsmenn Neytendastofu verðmerkingar í ritfangaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 18 ritfangaverslanir og skoðað hvort bækur, ritföng og aðrar söluvörur væru merktar með söluverði eins og verðmerkingareglur gera kröfu um. Meirihlutinn eða 14 verslanir voru með verðmerkingar í lagi, í verslun Griffils og öllum þrem A4 verslununum voru gerðar athugasemdir við að nokkuð væri um að vörur væru óverðmerktar og því væri verðmerkingum ábótavant. Neytendastofa hefur sent Griffli og A4 bréf þar sem fyrirtækin eru hvött til að bæta verðmerkingar sínar.

Verðmerkingareftirlit Neytendastofu er að miklu leyti byggt á ábendingum frá neytendum. Stofnunin hvetur neytendur því til að senda ábendingar um verslanir sem ekki fara að verðmerkingareglum. Það er hægt að gera undir nafni, með innskráningu, eða nafnlaust á vefsíðu www.neytendastofa.is

 

TIL BAKA