Fara yfir á efnisvæði

N1 og Skeljungur sektuð fyrir verðmerkingar

21.06.2011

Öll fyrirtæki sem selja vöru eða þjónustu eiga að hafa verðmerkingar í lagi.  Verslanir eiga að sýna verðið með áberandi hætti svo neytendur þurfi ekki að  leita að verðinu.  Starfsmaður Neytendastofu kannaði  ástand verðmerkinga á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. hvort söluvörur væru verðmerktar.  Valdar voru af handahófi tíu vörur og athugað hvort þær væru verðmerktar og hvort hilluverðmerking væru í samræmi við verð á kassa.  Eftir könnunina var sent bréf til þeirra aðila sem vantaði upp á verðmerkingar hjá og þeim gefin kostur á að lagfæra verðmerkingarnar.  Þegar athugað var hvort búið væri að lagfæra allar merkingar kom í ljós að fimm bensínstöðvar höfðu ekki farið að fyrirmælum Neytendastofu. Um var að ræða eina Skeljungsstöð, Hagasmára, en fjórar N1stöðvar, Borgartúni, Bíldshöfða, Gagnvegi og Lækjargötu. Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssektir á N1 og Skeljung fyrir skort á verðmerkingum

Skeljungur var látinn greiða 50.000 kr. í sekt en N1 200.000 kr.

Ákvörðun N1 og Skeljungs má lesa hér.

 

TIL BAKA