Fara yfir á efnisvæði

Maclaren USA innkallar barnakerrur

11.11.2009

Vegna innkallana á barnakerrum frá Maclaren í Bandaríkjunum vill Neytendastofa koma eftirfarandi á framfæri:

Innköllunin nær til Maclaren regnhlífakerra af gerðinni Volo, Triumph, Quest Sport, Quest Mod, Techno XT, Techno XLR, Twin Triumph, Twin Techno and Easy Traveller, sjá nánar mynd og leiðbeiningar hér.

Ástæða innköllunarinnar er slysahætta þegar verið er að brjóta kerrurnar saman. Tilkynnt hefur verið um 15 slys á börnum í Bandaríkjunum vegna þessa, þar af 12 sem hafa misst framan af fingrum sér. 

Þær barnakerrur sem innköllunin nær til hafa ekki verið seldar á Íslandi svo vitað sé en þær kunna að hafa borist eftir öðrum leiðum til landsins.

Neytendastofa hvetur eigendur barnakerra af umræddri gerð til að hætta strax notkun á kerrunum þar til viðeigandi lagfæringar hafa verið gerðar.

TIL BAKA