Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir árum

30.12.2016

Ólavía og Ólíver innkalla Baby Dan öryggishlið

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Ólavíu og Ólíver á BabyDan öryggishliði af gerðinni Danamik vegna mögulegrar slysahættu.
Meira
29.12.2016

Gleðilegt ár

Starfsfólk Neytendastofu óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Við viljum vekja athygli á að móttaka Neytendastofu verður lokuð eftir kl. 12.00 föstudaginn 30. desember og einnig mánudaginn 2. janúar.
Meira
22.12.2016

BYKO innkallar leikfang

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun BYKO ehf á dúkku að beiðni birgja, Edco í Hollandi vegna slysahættu. Dúkkan er með strikamerkinu 8711252981727 og tegundarheitinu My Baby & Me Doll, lota 2026720
Meira
22.12.2016

Toyota innkallar Hilux bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 125 Hilux bifreiðum, framleiðsluár 2016. Ástæða innköllunarinnar er að höggdempunarpúða bakvið framstuðara getur vantað í bílana. Í tilkynningunni frá Toyota kemur fram að bilanatíðnin sé innan við 1%
Meira
20.12.2016

Toyota innkallar Lexus bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 83 Lexus bifreiðum af gerðinni NX300h og NX200t, framleiðsluár 2015-2017.
Meira
16.12.2016

Flugeldasalar mega ekki blekkja neytendur

Á síðustu árum hafa Neytendastofu borist nokkur fjöldi ábendinga vegna villandi markaðssetningar á skoteldum. Nokkuð hefur borið á því að skoteldar séu boðnir á afsláttar- og útsöluverði þrátt fyrir að hafa ekki verið seldir á tilgreindu venjulegu verði eða að þeir séu boðnir á kynningarverði sem vari lengur en venjulega verðið.
Meira
15.12.2016

Leikföng: 12 góð ráð fyrir Jólin

Mynd með frétt
Leikföng eru vinsælar jólagjafir handa börnum enda eru þau hluti af þroskaferli þeirra. Til þess að leikur barna geti orðið hvað ánægjulegastur og öryggi þeirra tryggt er mikilvægt að neytendur hafi í huga að velja leikfang sem hæfir barninu og að það uppfylli þær öryggiskröfur sem til þess eru gerðar. Því vill Neytendastofa benda fólki á að hafa eftirfarandi í huga þegar velja á leikföng:
Meira
13.12.2016

BL ehf. innkallar Renault bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 12 Renault bifreiðum af gerðinni Clio IV, framleiðsluár 2016. Komið hefur fram í gæðaeftirliti Renault að athuga þarf herslu á boltum á afturási bifreiðar.
Meira
9.12.2016

BL ehf. innkallar Renault bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 101 Renault bifreiðum af gerðinni Trafic III, framleiðsluár 2014-2016. Í gæðaeftirliti Renault hefur komið ljós að athuga þarf herslu á boltum í fjöðrunarbita að aftan.
Meira
5.12.2016

Neytendastofa vigtar vörur

Mynd með frétt
Neytendastofa fer reglulega og skoðar forpakkaðar vörur í verslunum eða hjá pökkunaraðilum. Skoðað er hvort að þyngd vörunar sé í samræmi við uppgefna þyngd á umbúðum. Unnið er samkvæmt ákveðnu verklagi þar sem skoðuð er þyngd hverrar vöru og eins meðalþyngd úrtaksins. Í síðustu skoðun Neytendastofu á forpökkuðum vörum voru skoðaðar 19 vörutegundir og reyndust tvær ekki
Meira
2.12.2016

Sölubann á Stjörnublys

Mynd með frétt
Neytendastofa sendi handblys frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem heita STJÖRNUBLYS í prófun á prófunarstofu á Spáni. Niðurstaða prófunarinnar var sú að 7 blys af 10 virkuðu ekki rétt þar sem að þau uppfylltu ekki kröfur um grunngerð skotelda. STJÖRNUBLYSIN eru í flokki 1 sem eru skoteldar sem lítil hætta á að stafa af en þar sem að þau virka ekki rétt getur hætta stafað af þeim.
Meira
30.11.2016

Veitur ehf. fá vottað innra eftirlit veitumæla.

Mynd með frétt
Neytendastofa veitti Veitum ehf. dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur í sumar, eftir úttekt, heimild til að nota innra eftirlit til að sinna reglubundnu eftirliti með veitumælum fyrirtækisins. Fljótlega eftir að Veitur ehf. keyptu af Frumherja alla veitumæla sem notaðir eru á veitusvæði þess var ákveðið að reglubundið eftirlit með veitumælunum yrði samkvæmt innra eftirliti
Meira
24.11.2016

Neytendastofa sektar Tölvulistann

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Tölvulistann fyrir brot gegn útsölureglum. Um var að ræða auglýsingabækling þar sem ranglega var gefið til kynna að allar vörur í bæklingnum væru á tilboði auk þess sem upplýsingar vantaði um fyrra verð á þeim vörum í bæklingum sem raunverulega voru á tilboði. Í tilefni brotsins lagði Neytendastofa 500.000 kr. stjórnvaldssekt á félagið.
Meira
18.11.2016

BL ehf. innkallar Subaru bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 88 Subaru bifreiðum af gerðinni Legacy/Outback , framleiðsluár 2010-2014. Ástæða innköllunarinnar er vegna þess að hlíf á þurrkumótor getur bráðnað, skipta þarf um hlífina.
Meira
16.11.2016

Neytendastofa sektar 1909, Múla og Hraðpeninga

Neytendastofa hefur lokið ákvörðun gagnvart E-content, rekstraraðila 1909, Múla og Hraðpeninga vegna upplýsinga um kostnað í tengslum við lán. Niðurstaða Neytendastofu var sú að brotið hafði verið gegn lögum um neytendalán og var stjórnvaldssekt því lögð á fyrirtækið.
Meira
15.11.2016

Toyota innkallar bifreiðar vegna Takata loftpúða

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um viðbót á innköllun vegna loftpúða í stýri og hjá farþega í framsæti frá Takata.
Meira
11.11.2016

Neytendastofa verður lokuð í dag

Neytendastofa verður lokuð í dag, föstudaginn 11. nóvember, vegna starfsdags.
Meira
10.11.2016

Neytendastofa skoðar hraða nettenginga til neytenda

Neytendastofu hafa borist mörg erindi frá neytendum varðandi hraða nettenginga og auglýsingar fjarskiptafyrirtækja á netþjónustu sem þau eru að bjóða neytendum. Af þessari ástæðu hefur Neytendastofa sent Póst- og fjarskiptastofnun beiðni um að PFS upplýsi stofnunina um hvort og hvernig fyrirtæki á fjarskiptamarkaði geti veitt öllum neytendum þann hraða á Interneti eða breiðbandstengingum sem auglýstur er.
Meira
10.11.2016

Rafræn skilríki – neytendur bera ábyrgð á PIN

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu í máli nr. 35/2016 þar sem einstaklingur einstaklingur til Neytendastofu vegna meints öryggisgalla rafrænna skilríkja sem fyrirtækið Auðkenni gefur út til notkunar í farsímum. Í kvörtun neytanda var bent á að unnt væri að komast yfir PIN númer með ólögmætum hætti með því að fá farsíma einstaklings að láni í tvígang
Meira
31.10.2016

Kæru vísað frá áfrýjunarnefnd

Neytendastofa bannaði Árna Stefáni Árnasyni alla notkun á léninu dyraverndarinn.is, orðmerkinu og myndmerkinu DÝRAVERNDARINN með ákvörðun sinni nr. 32/2016.
Meira
31.10.2016

BL ehf. innkallar Renault Trafic III

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 15 Renault bifreiðum af gerðinni Trafic III , framleiðsluár 2014-2015. Í gæðaeftirliti Renault hefur komið ljós möguleiki á sprungumyndun á EGR röri í mengunarbúnaði á vél bifreiðar,
Meira
28.10.2016

BL ehf. innkallar Renault Megane IV

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 5 Renault bifreiðum af gerðinni Megane IV, framleiðsluár 2016. Í gæðaeftirliti Renault hefur komið ljós möguleiki er á að boltar í sætislásum aftursæta losni upp, með möguleika á skrölthljóðum, víbríng eða aftengingu sætislása.
Meira
26.10.2016

Sölu- og afhendingarbann á leikföng í versluninni Extrakaup

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur lagt sölu- og afhendingarbann á Hello Kittý mjúkdýr og Önnu og Elsu dúkkur í versluninni Extrakaup þar sem ekki er hægt að sýna fram á að leikföngin séu í lagi.
Meira
25.10.2016

Hekla innkallar Audi Q7

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Audi Q7 bifreiðar með 7 sætum, framleiddar frá janúar 2015 til júlí 2016. Ástæða innköllunar er sú að aftasta sætaröðin getur færst til við árekstur. Lagfæring felst í því að bæta styrkingu við öftustu sætaröðina.
Meira
24.10.2016

Kvennafrídagurinn í dag

Neytendastofa mun loka í dag mánudaginn 25. október klukkan 14:38 til að taka þátt í samstöðufundi á Austurvelli, kl 15:15. Við viljum vekja athygli á að bæði afgreiðsla og símsvörun er lokuð frá kl. 14:30.
Meira
21.10.2016

Markaðssetning á Andrex salernispappír

Neytendastofu barst erindi Papco hf. þar sem kvartað var yfir markaðssetningu keppinautarins John Lindsay hf. á Andrex salernispappír. Taldi Papco að slagorðið „meira á hverri rúllu“ og merking á 12 rúllu umbúðum salernispappírsins með orðunum „3 rolls free“ væru villandi gagnvart neytendum. Þá taldi Papco að skjáauglýsingar John Lindsay væru villandi því þar kæmi ekki fram söluverð salernispappírsins.
Meira
19.10.2016

Auðkennið Rental1

Neytendastofu barst erindi frá bílaleigunni Route1 Car Rental ehf. þar sem kvartað var yfir notkun keppinautarins Go Green Car Rental ehf. á vefsíðunni www.rental1.is. Taldi Route1 Car Rental ehf. að ruglingshætta væri milli fyrirtækjanna og að Go Green Car Rental væri að nýta sér viðskiptavild fyrirtækisins.
Meira
18.10.2016

Toyota innkallar Prius

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 25 Prius bifreiðum árgerð 2016. Innköllunin er vegna spennu sem vantar í tengingu á barka í stöðuhemli
Meira
18.10.2016

Auðkennið Super Jeep

Neytendastofu barst erindi frá ferðaþjónustufyrirtækinu Superjeep ehf. þar sem kvartað var yfir notkun keppinautarins Super Jeep Drive ehf. á orðunum Super Jeep í firmaheiti, lénaheiti og í vörumerki fyrirtækisins.
Meira
17.10.2016

Markaðssetning iKort á greiðslukortum

Neytendastofu barst erindi Íslandsbanka hf. og Kreditkorta þar sem kvartað var yfir markaðssetningu iKort ehf. á greiðslukortinu iKort. Töldu Íslandsbanki og Kreditkort að iKort hefði brotið gegn lögum með villandi og ósanngjörnum samanburðarauglýsingum.
Meira
14.10.2016

Auðkennið Fasteignasalan Grafarvogi

Neytendastofu barst kvörtun frá Fasteignamiðlun Grafarvogs yfir notkun Fasteignasölunnar Grafarvogi á heiti sínu. Kvörtunin snéri að því að með notkuninni væri hætta á að neytendur rugluðust á fyrirtækjunum og teldu sig vera að leita til Fasteignamiðlunar Grafarvogs en hefðu í raun samband við Fasteignasöluna Grafarvogi.
Meira
13.10.2016

Heitið Spínatkál ekki villandi

Neytendastofa tók til meðferðar kvörtun Hollt og Gott yfir heiti vörunnar Spínatkál frá Lambhaga gróðrarstöð. Kvörtunin snéri að því að merkingar og auglýsingar vörunnar væru villandi þar sem ekki væri um spínat að ræða og því gæfi heitið villandi upplýsingar um vöruna.
Meira
12.10.2016

Toyota innkallar Corolla

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 27 Toyota Corolla bifreiðum árgerð 2002 og 2003. Innköllunin er vegna hliðaröryggispúða í ökumannssæti.
Meira
11.10.2016

Símasala DV á blaðaáskrift

Í kjölfar ábendinga og kvartana frá neytendum tók Neytendastofa til meðferðar mál vegna símasölu DV á blaðaáskriftum. Neytendur kvörtuðu yfir því að þeim hafi verið boðin fríáskrift að DV
Meira
11.10.2016

BL ehf. innkallar Renault

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 8 Renault bifreiðum af gerðinni Kadjar, framleiðsluár 2015.
Meira
10.10.2016

Sölubann á CAKE skotkökum

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann á CAKE skoteldum frá E-þjónustunni. Við prófun kom í ljós að þegar að skotkökur af þessari tegund voru prófaðar leið of langur tími frá því að kveikt var á kveikiþræði þar til að kveiknaði á skotkökunni.
Meira
3.10.2016

Neytendastofa sektar Grillbúðina

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á verslunina Grillbúðin fyrir að auglýsa grill á afmælistilboði lengur en heimilt er. Grillbúðin bauð grillin á lækkuðu verði í a.m.k. 9 vikur. Þegar vara hefur verið auglýst á tilboði í sex vikur er ekki hægt að segja að hún sé á tilboðsverði.
Meira
30.9.2016

Neytendastofa skoðar skilmála vefverslana

Neytendastofa skoðaði 30 íslenskar vefverslanir í samevrópsku átaki eftirlitsstofnana með upplýsingum á vefsíðunum. Neytendastofa tekur þátt í slíku verkefni á hverju ári. Misjafnt er á milli ára hvaða tegundir af vefsíðum eru skoðaðar og hvaða upplýsingagjöf áhersla er lögð á.
Meira
27.9.2016

Brimborg innkallar Volvo

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf varðandi innköllun á 176 Volvo bifreiðum af gerðinni XC90, framleiðsluár 2016 - 2017
Meira
26.9.2016

Áfrýjunarnefnd úrskurðar um lán tengt rafbókakaupum Kredia og Smálán

Neytendastofa tók ákvarðanir í maí um að Kredia og Smálán hafi brotið gegn lögum um neytendalán við útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar og upplýsingagjöf til neytenda í tengslum við lán sem félögin veita neytendum.
Meira
20.9.2016

Bílabúð Benna ehf innkallar Chevrolet Cruze

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf. um innköllun á 4 Chevrolet Cruze bifreiðum, árgerð 2010. Ástæða innköllunarinnar er sú að Chevrolet hefur uppgötvað að í umræddum bílum er mögulegt að tæring geti myndast í rafgeymafestingu.
Meira
15.9.2016

Toyota innkallar Prius og Lexus

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 2 Prius og 2 Lexus bifreiðum árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að öryggispúði fyrir farþega í framsæti getur blásið út að ástæðulausu.
Meira
14.9.2016

BL ehf innkallar Hyundai

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 165 Hyundai bifreiðum. Um er að ræða Tucson TLe bifreiðar framleiddar á árunum 2015 og 2016.
Meira
12.9.2016

Skorkort neytendamála 2016: staðan á mörkum batnar

Annað hvert ár er gerð könnun á neytendamörkuðum ESB ríkja og á Íslandi og Noregi og athugað hvernig staðan á þeim er. Kannað er traust neytenda til fyrirtækja, vandamál og kvartanir. Einnig er athugað hvernig sé fyrir neytendur að bera saman vöru og þjónustu og ánægju neytenda með fyrirtæki.
Meira
8.9.2016

BYKO innkallar barnaöryggishlið

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun BYKO á barnaöryggishliðum af gerðinni Supergate Stairway vegna mögulegrar slysahættu. Ástæða innköllunar er sú að öryggishliðið uppfyllir ekki kröfur um öryggi. Sem dæmi
Meira
5.9.2016

Innköllun á Alva snudduböndum

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Verkefni vikunnar vegna innköllunar á Alva snudduböndum gerð úr trékúlum. Ástæða innköllunarinnar er að þau uppfylla ekki kröfur um öryggi og geta valdið slysahættu
Meira
2.9.2016

Húsasmiðjan innkallar öryggishlið fyrir börn

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun Húsasmiðjunnar á barnaöryggishliðum af gerðinni GuardMaster - Plastic Mesh Gate / Model 276 vegna mögulegrar slysahættu.
Meira
1.9.2016

Bannað að kenna sig við konditori

Neytendastofa hefur bannað bakaríunum Okkar bakarí, Sveinsbakarí og Guðnabakarí að notast við orðið konditori í vörumerki og auglýsingum. Stofnuninni barst kvörtun frá Konditorsambandi Íslands þar sem fram kom að rekstraraðilar bakaríanna hafi ekki réttindi til þess að nota þetta lögverndaða starfsheiti.
Meira
29.8.2016

BL ehf. innkallar bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 12 Renault og Dacia bifreiðum. Um er að ræða Dacia Dokker, Renault Megane IV og Renault Talisman bifreiðar framleiddar á árinu 2016
Meira
24.8.2016

Suzuki bílar hf innkalla 827 bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 827 Suzuki Swift bifreiðum af árgerðum 2010 til 2015. Ástæða innköllunarinnar er sú að Þegar sætishitari er notaður og hitastig hans eykst gæti límborði sem festir hitamottuna
Meira
22.8.2016

Eftirlit með skartgripum

Fulltrúi Neytendastofu hefur í sumar kannað ástand ábyrgðastimpla vegna sölu skartgripa unnum úr eðalmálmum.Tilgangurinn var að fá yfirlit yfir hvernig staðan er varðandi lögbundna stimpla á skartgripum unnum úr gulli og silfri.
Meira
19.8.2016

BL ehf. innkallar Land Rover

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 120 Land Rover bifreiðum. Um er að ræða Land Rover Discovery Sport og Range Rover Evoque bifreiðar framleiddar á árinu 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að hætta er á að plasthlíf sem er ofaná vélinni geti rekist í eldsneytisleiðslu vélarinnar með þeim afleiðingum að gat geti komið á hana með tímanum
Meira
17.8.2016

Suzuki bílar hf innkalla bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 86 Suzuki Swift bifreiðum af árgerðum 2014 til 2015
Meira
16.8.2016

BL ehf. innkallar BMW

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 125 BMW bifreiðum. Um er að ræða BMW F25 og F26 bifreiðar framleiddar á árunum 2014 til 2016.
Meira
15.8.2016

Suzuki bílar hf innkalla bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 50 Suzuki Jimny bifreiðum af árgerðum 2013 til 2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að sumir hemlakútar (Hjálparátak)
Meira
11.8.2016

Vogir í verslunum

Mynd með frétt
Þegar neytendur greiða fyrir vöru eftir vigt eiga þeir að geta treyst því að mælingar séu réttar og að mælitækin sem notuð eru séu með gilda löggildingu. Kaupandinn á að sjá greinilega niðurstöður vigtunar og þá greinilega verð á þeirri vöru sem keypt er.
Meira
8.8.2016

Neytendastofa fylgist með forpakkningum

Það er alltaf að aukast að vörur séu forpakkaðar en ekki vigtaðar að kaupanda viðstöddum. Sem dæmi um forpakkaðar vörur eru: kjötvörur, smjör, ostar, skyr, álegg, grænmeti, ávextir og heilsuvörur.
Meira
5.8.2016

Auglýsingar um neytendalán

Mynd með frétt
Neytendastofa fylgist vel með auglýsingum um neytendalán, m.a. varðandi birtingu og útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK). Í mörgum tilvikum skortir upplýsingar um ÁHK og yfirleitt var útreikningur fyrirtækjanna á ÁHK rangur.
Meira
2.8.2016

Er vínmálið í lagi!

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur í sumar verið að kanna notkun vínmála á vínveitingastöðum. Neytendur eiga að sjá á vínseðli hvað greiða á fyrir vöruna og hve mikið magn um sé að ræða. Veitingastaðir mega ekki áætla magn heldur verða þeir að nota mælitæki sem eru í lagi til að mæla magn áfengra drykkja við sölu til neytenda
Meira
29.7.2016

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa tók þá ákvörðun með bréfi dags. 8. júní 2016 að afhenda ekki gögn er varða öryggi fullgildra rafrænna undirskrifa og öryggi burðarlags fyrir fullgildar rafrænar undirskriftir í farsíma. Neytendastofa taldi að mikilvægir almanna- og einkahagsmunir krefðust þess að takmarkaður væri aðgangur að umbeðnum gögnum á grundvelli upplýsingalaga.
Meira
26.7.2016

BL ehf innkallar Nissan X-Trail bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 77 Nissan bifreiðum árgerð 2014- 2015, af tegundinni X-Trail. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti Nissan galli í ryðvörn á hlerapumpum fyrir afturhlera.
Meira
19.7.2016

Erindi neytanda vegna rafrænna skilríkja Auðkennis ehf.

Í september 2014 kvartaði einstaklingur til Neytendastofu vegna öryggis rafrænna skilríkja sem Auðkenni gefur út. Málinu lauk án aðgerða Neytendastofu. Með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála í júní 2015 var ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka erindið til nýrrar meðferðar.
Meira
18.7.2016

Veitingastaðurinn Silfur sektaður

Neytendastofa kannaði ástand verðmerkinga hjá veitingastaðnum Silfur í Hafnarfirði og leiddi skoðunin í ljós að matseðil vantaði við inngöngudyr auk þess sem ekki voru tilgreindar magnupplýsingar drykkja.
Meira
14.7.2016

Toyota innkallar Auris

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 3 Toyota Auris bifreiðum árgerð 2013.
Meira
8.7.2016

Toyota innkallar Prius, Auris, Corolla og Lexus

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 657 Toyota Corolla, 71 Prius, 119 Auris og 28 Lexus CT200h bifreiðum árgerð 2006-2014.
Meira
7.7.2016

„Verð frá“ og vörur Verkfæralagersins

Neytendastofu bárust annars vegar ábendingar um að röng verð fylgdu ljósmyndum af þeim vörum sem kynntar voru í auglýsingum Verkfæralagersins og hins vegar að vörur hefðu ekki verið seldar á auglýstu verði sem „verð frá“.
Meira
7.7.2016

Toyota innkallar Prius og Lexus

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 58 Toyota Prius, 38 Prius PHV og 20 Lexus CT200 bifreiðum árgerð 2009-2012.
Meira
6.7.2016

Notkun á vörumerki Dýraverndarsambands Íslands

Dýraverndarsamband Íslands kvartaði til Neytendastofu vegna notkunar Árna Stefáns Árnasonar á léninu dyraverndarinn.is og myndmerki í eigu félagsins. Dýraverndarsambandið krafðist þess að Árni Stefáni yrði bönnuð notkun auðkennanna þar sem hætta væri á að villst yrði á starfsemi Árna Stefáns og starfsemi Dýraverndarsambandsins.
Meira
5.7.2016

Hekla innkallar Skoda Octavia, Volkswagen Golf, Polo og Up!

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf að innkalla þurfi Skoda Octavia, Volkswagen Golf, Polo og Up! árgerð 2016, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili.
Meira
4.7.2016

BL ehf innkallar Land Rover

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 43 Land Rover bifreiðum. Um er að ræða Discovery 4, Range Rover og Range Rover Sport bifreiðar framleiddar á árunum 2012 - 2014.
Meira
1.7.2016

BL ehf innkallar Nissan Juke

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 59 Nissan bifreiðum. Um er að ræða Juke bifreiðar framleiddar á árunum 2014 og 2015.
Meira
28.6.2016

Bönd í gluggatjöldum

Mynd með frétt
Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni á vegum Efnahags- framfarastofnunarinnar (OECD) vegna banda á gluggatjöldum. Átakinu er ætlað að upplýsa neytendur, einkum foreldra og umönnunaraðila barna, um hættur sem tengjast böndum á gluggatjöldum. Neytendur eru hvattir til að athuga vel hvort hætta sé að börn geti komist í böndin og gera þá viðeigandi varúðarráðstafanir, ekki aðeins á heimili sínu heldur einnig á öðrum
Meira
26.6.2016

GG Sport innkallar Osprey barnaburðarpoka

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá GG Sport vegna innköllunar á barnaburðarpoka vegna galla á sylgju. Ef þú átt Osprey barnaburðarbakpoka sem keyptur er hérlendis eða erlendis frá og með 29. janúar 2016
Meira
24.6.2016

IKEA innkallar PATRULL öryggishlið

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Ikea vegna innköllunar á öryggishliði. IKEA hafa borist tilkynningar um hlið sem opnuðust við álag þannig að börn hafi dottið niður stiga og hlotið væg meiðsl.
Meira
21.6.2016

Bætt umhverfi netviðskipta á EES svæðinu.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti á dögunum fyrirhugaðar aðgerðir til þess að auðvelda neytendum netviðskipti á EES svæðinu. Aðgerðirnar byggja á stefnu framkvæmdastjórnarinnar um samtengdan stafrænan innri markað EES svæðisins (e. Digital Single Market) og eru í meginatriðum þríþættar.
Meira
16.6.2016

Bönd í 17. júní blöðrum

Mynd með frétt
Nú er þjóðhátíðardagurinn 17. júní skammt undan og hátíðarhöldin sem honum fylgja. Börnum er þessi dagur oft sérstakt tilhlökkunarefni enda jafnan ýmis skemmtun í boði til að gleðja þau. Svo þessi stund verði sem ánægjulegust er mikilvægt að hugað sé að öryggi barna
Meira
15.6.2016

Villandi merkingar Sports Direct

Neytendastofu berast reglulega kvartanir frá neytendum vegna vefsíðunnar sportsdirect.com. Kvartanirnar snúa að því að bæði sé verðmunur og ólíkt vöruúrval í versluninni Sports Direct og á vefsíðunni. Stofnunin óskaði skýringa Sports Direct og fékk upplýsingar um að verslunin á Íslandi standi ekki að vefsíðunni
Meira
13.6.2016

Héraðsdómur staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest þá niðurstöðu Neytendastofu og áfrýjunarnefndar neytendamála að smálánafyrirtækin Kredia og Smálán hafi brotið gegn lögum um neytendalán með innheimtu flýtigjalds.
Meira
13.6.2016

Hafðu áhrif á neytendalöggjöfina

Neytendastofa vekur athygli á því að á vegum Evrópusambandsins er nú unnið að því að skoða hvort neytendalöggjöf sambandsins sé að skila tilætluðum árangri fyrir neytendur. Þær gerðir sem falla undir skoðunina eru:
Meira
10.6.2016

Neytendastofa sektar Hótel Keflavík

Neytendastofu barst erindi frá Flughótel Keflavík þar sem kvartað var vegna neikvæðra umsagna sem skrifuð voru um hótelið á bókunarvefsíðu. Taldi Flughótel Keflavík að starfsmaður annars hótels, Hótel Keflavík, hefði ritað ummælin í tengslum við bókanir fyrir ferðamenn
Meira
9.6.2016

Áhrif á kauphegðun barna

Mynd með frétt
Gerð hefur verið rannsókn á áhrifum markaðssetningar í gegnum samfélagsmiðla, vefleiki og leikjaöpp á kauphegðun barna. Í rannsókninni var farið yfir umfang auglýsinga og sölu í leikjum sem beint er að börnum.
Meira
8.6.2016

Lög um neytendasamninga hafa tekið gildi

Neytendastofa hefur sinnt eftirliti með ákvæðum laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Lögin hafa nú verið felld úr gildi með gildistöku nýrra laga um neytendasamninga. Megintilgangur laga um neytendasamninga er hinn sami og laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga var, að tryggja neytendum nægar upplýsingar og ýmis réttindi við kaup á vörum og þjónustu.
Meira
6.6.2016

Toyota innkallar 36 Yaris bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 36 Yaris bifreiðar af árgerðinni 2015. Ástæða innköllunarinnar er að við mikið álag eins og ef ekið er í djúpa holu eða upp á háan kant getur lega í demparaturni að framan brotnað.
Meira
3.6.2016

Toyota innkallar Lexus IS og Avensis bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 89 Lexus IS bifreiðum árgerð 2005-2008 og 104 Avensis bifreiðum árgerð 2008. Ástæða innköllunarinnar er vegna galla í Takata öryggispúðum.
Meira
2.6.2016

BL ehf innkallar Renault bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 27 Renault bifreiðum árgerð 2014, af tegundinni Trafic III
Meira
31.5.2016

Tiger innkallar flautu

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tiger vegna innköllunar á flautu. Við reglulegt eftirlit kom í ljós að hlutinn sem býr til hljóðið í flautunni getur losnað ef togað eða ýtt er í hann.
Meira
27.5.2016

Neytendastofa sektar fyrir verðmerkingar

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á níu verslanir fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar hjá sér. Um er að ræða verslanir sem staðsett eru í Mjódd, Glæsibæ, Firðinum í Hafnarfirði, Holtagörðum, Smáratorgi, Spönginni, Hverafold, Korputorgi, Eiðistorgi, Garðatorgi, Grímsbæ, Hamraborg, Austurveri og Suðurveri
Meira
26.5.2016

Neytendastofa sektar hundasnyrtistofur

Neytendastofa tók til skoðunar verðmerkingar á sölustað hundasnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu samhliða því sem stofnunin skoðaði vefsíður sem snyrtistofurnar halda úti.
Meira
25.5.2016

Áfrýjunarnefnd fellir úr gildi ákvörðun Neytendastofu

Neytendastofa sektaði Heimkaup í fyrir brot gegn útsölureglum fyrir að tilgreina ekki að um kynningartilboð væri að ræða og í hversu langan tíma það gilti. Fyrir brotin lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt að fjárhæð 250.000 kr. á félagið.
Meira
24.5.2016

Neytendastofa leggur stjórnvaldssektir á Kredia og Smálán

Neytendastofa hefur lokið ákvörðunum gagnvart Kredia og Smálánum vegna kostnaðar í tengslum við lán sem félögin veita og upplýsingagjafar við lánveitingu.
Meira
23.5.2016

Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldið 6. - 8. júní

Neytendastofa mun daganna 6. - 8. júní standa fyrir almennu námskeiði til löggildingar vigtarmanna. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn.
Meira
20.5.2016

Í dag er alþjóðamælifræðidagurinn

Mælifræðidagurinn 20. maí er til að minnast undirritunar metrasamþykktarinnar árið 1875. Þessi samþykkt leggur grunninn að samræmdri alþjóðamælifræði sem er undirstaða fyrir vísindauppgötvanir og nýsköpun, iðnaðarframleiðslu og alþjóðaverslun og bætir að auki lífsgæði og verndar umhverfið.
Meira
20.5.2016

Neytendastofa sektar Betra Bak

Neytendastofa hefur lagt 400.000 kr. stjórnvaldssekt á verslunina Betra Bak fyrir að hafa auglýst vörur á tilboðsverðum án þess að geta fært fullnægjandi sönnur á að vörurnar hafi verið seldar eða boðnar til sölu á tilgreindu fyrra verði.
Meira
18.5.2016

Rannsókn framkvæmdastjórnar ESB á stöðu neytenda í ríkjum EES svæðisins

Markmið rannsóknar ESB á stöðu neytenda í ríkjum EES svæðisins var að kanna hversu algengt það er að neytendur standi höllum fæti í viðskiptum við fyrirtæki í ríkjum EES svæðisins og hvaða ástæður liggja þar að baki
Meira
17.5.2016

Ársskýrsla Rapex 2015

Rapex er tilkynningarkerfi meðal landa innan Evrópska efnahagssvæðisins og tryggir með skjótum og öruggum hætti að stjórnvöld geti gripið til viðeigandi aðgerða án tafar ef að vara uppfyllir ekki þær öryggiskröfur sem gerðar eru til markaðssetningar hennar.
Meira
12.5.2016

Sölubann og innköllun á Basson Baby barnarúmi

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann og innköllun á Basson Baby barnarúmi af gerðinni Julia frá Ólavíu og Oliver. Ólavía og Oliver hafði áður innkallað rúmið þar sem hönnunargallar á því gerðu það að verkum að rúmið reyndist vera hættulegt börnum. Hætturnar fólust m.a. í því að af rúminu gæti stafað hengingarhætta af því hvernig horn þess væru hönnuð.
Meira
10.5.2016

BL ehf innkallar BMW bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 95 BMW bifreiðum árgerð sept 2007 - mars 2011, af tegundunum E8x E9x E60 E61 N43.
Meira
9.5.2016

BL ehf innkallar Nissan bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 14 Nissan bifreiðum árgerð 2007- 2014, af tegundinni Tiida. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti loftpúða framleiðandans
Meira
20.4.2016

Fullyrðingar Vodafone

Neytendastofu barst erindi frá Símanum vegna auglýsinga Vodafone með fullyrðingum um stærsta 4G kerfið og landstærsta sjónvarpsdreifikerfið auk fullyrðingarinnar „stærstir í 4G“
Meira
20.4.2016

Toyota innkallar 88 Lexus bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 88 Lexus IS og GS bifreiðar af árgerðum frá 2004-2007.
Meira
19.4.2016

Suzuki bílar hf innkalla bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 274 Suzuki SX4 S-Cross bifreiðum af árgerðum 2013 til 2016.
Meira
13.4.2016

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Sýningarkerfi ehf. kærðu ákvörðun Neytendastofu frá 10. nóvember 2015 þar sem stofnunin taldi ekki ástæða til aðgerða vegna notkunar Grafíker ehf. á léninu syningakerfi.is.
Meira
12.4.2016

Brimborg ehf innkallar Peugeot bifreið

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf. um innköllun á einni Peugeot bifreið af árgerðinni 2016. Ástæða innköllunarinnar er að leki gæti verið með túrbínubolta. Brimborg ehf mun hafa samband við bifreiðareiganda vegna þessarar innköllunar.
Meira
12.4.2016

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 37/2015 um auðkennið „Reykjavík Lights Apartment“.
Meira
11.4.2016

BL ehf innkallar Nissan Pulsar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 117 Nissan bifreiðum árgerð 2014-2015, af tegundinni Pulsar.
Meira
8.4.2016

Hekla innkallar Volkswagen Passat og Skoda

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu að innkalla þurfi 17 Volkswagen Passat og 6 Skoda Superb árgerð 2015 og 2016 með Panorama sólþaki. Ástæða innköllunar er sú að sólþakið skynjar ekki hindrun
Meira
7.4.2016

Hekla innkallar Volkswagen Touareg

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innköllun á Volkswagen Touareg frá árgerð 2010 til 2016. Ástæða innköllunar er að öxull fyrir bremsupedala getur farið úr stýringu vegna þess að öxulsplitti getur vantað.
Meira
6.4.2016

IKEA innkallar LATTJO leðurblökuslá

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á LATTJO leðurblökuslá vegna þriggja tilkynninga um að börn hafi hlotið skrámur eða mar á háls eftir notkun hennar. Í þessum tilfellum sat sláin föst og losnaði ekki frá hálsi barna eins og hún á að gera við álag. Ekkert tilvik hefur verið tilkynnt hér á landi.
Meira
6.4.2016

Tiger innkallar Snúningskubba

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tiger vegna innköllunar á snúningskubbum. Við reglulegt eftirlit kom í ljós að kubbarnir geta losnað frá hvorum öðrum og í versta falli valdið köfnun.
Meira
5.4.2016

Merkingar Drífu á flís- og nælonvörum

Samtök iðnaðarins kvörtuðu til Neytendastofu vegna merkinga Drífu á ullarfatnaði og flís- og nælonfatnaði. Vörurnar sem kvartað var yfir eru ýmist merktar með íslenskum fána eða merki með landfræðilegum útlínum Íslands og töldu Samtök iðnaðarins að merkingarnar gæfu ranglega til kynna að um íslenska vöru og framleiðslu væri að ræða.
Meira
5.4.2016

Auðkennið VOCALIST

Neytendastofu barst erindi frá söngskólanum Vocal-Lísa þar sem kvartað var yfir notkun söngskólans Vocalist á auðkenninu VOCALIST. Taldi Vocal-Lísa að líkindi með heiti skólanna leiddu til þess að hætt væri á að neytendur rugluðu þeim saman.
Meira
4.4.2016

Auglýsingar Pennans á íslenskum húsgögnum

Samtök iðnaðarins kvörtuðu til Neytendastofu vegna auglýsinga Pennans ehf. á FANSA húsgögnum. Penninn auglýsti húsgögnin sem íslensk og töldu samtökin að það væri villandi þar sem húsgögnin væru ekki að fullu framleidd á Íslandi.
Meira
4.4.2016

Tiger innkallar Snúningsdýr Gíraffa

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tiger vegna innköllunar á Gíröffum. Við reglulegt eftirlit kom í ljós að nokkrir af gíröffunum eru með laus horn. Það getur verið varasamt fyrir lítil börn að setja þau upp í sig og í versta falli valdið köfnun.
Meira
1.4.2016

BL ehf. innkallar 124 Subaru bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 124 Subaru bifreiðum árgerð 2015, af tegundinni Legacy / Outback.
Meira
31.3.2016

Leiðbeiningar frá OECD um viðskipti á netinu

Alþjóða efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur nú gefið út leiðbeiningar um viðskiptahætti á netinu, (e. E-commerce Recommendation) en þeim er ætlað að auka traust neytenda á síbreytilegum og flóknum markaði netviðskipta. Leiðbeiningarnar voru upphaflega gefnar út árið 1999 en hafa
Meira
30.3.2016

BL ehf innkallar Subaru Leyorg

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 16 Subaru bifreiðum árgerð 2015-2016, af tegundinni Leyorg. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á bilun í loftinntaki sem gæti orsakað til að ganga illa hægagang og missi kraft.
Meira
29.3.2016

Ein af 109 fasteignasölum í lagi

Neytendastofa kannaði í byrjun árs vefsíður 109 fasteignasala á landinu ásamt því að kanna sölustaði þeirra sem staðsettar eru á Höfuðborgarsvæðinu. Athugað var hvort verð á öllum þjónustuþáttum væri sýnilegt á staðnum og á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld auk þess sem sérstaklega þarf að taka fram ef annar kostnaður bætist við verðið
Meira
23.3.2016

Menntamálastofnun innkallar 2700 endurskinsmerki

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að setja bann við afhendingu og láta innkalla 2700 merki sem Menntamálastofnun gaf leik- og grunnskólabörnum í Kópavogi. Innköllunin er sett í kjölfar tímabundins afhendingabanns Neytendastofu.
Meira
22.3.2016

Veðmerkingar í verslunarkjörnum

Neytendastofa hefur nú til meðferðar mál vegna ófullnægjandi verðmerkinga hjá fyrirtækjum í verslunarkjörnum á Höfuðborgarsvæðinu. Kannaðar voru verðmerkingar fyrirtækja sem staðsett eru í Mjódd, Glæsibæ, Firðinum í Hafnarfirði, Holtagörðum, Smáratorgi, Spönginni, Hverafold, Korputorgi, Eiðistorgi, Garðatorgi, Grímsbæ, Hamraborg, Austurveri og Suðurveri. Í heildina var farið í 68 verslanir og þjónustufyrirtæki sem bjóða neytendum ýmsar vörur og þjónustu.
Meira
15.3.2016

Hekla innkallar Volkswagen Passat árgerð 2015 og 2016

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu, þar sem kemur fram að þeir hafi fengið tilkynningu frá Volkswagen AG um innköllun á Passat árgerð 2015 og 2016, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili. Um er að ræða 28 bifreiðar.
Meira
14.3.2016

Toyota innkallar 1575 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 1575 Rav4 bifreiðar af árgerðum frá 2006-2012.
Meira
9.3.2016

Brimborg ehf innkallar Volvo

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um innköllun á 90 bifreiðum af tegundunum Volvo XC60, V60, V60cc, S60, XC70, V70, S60cc allar af árgerðinni 2016.
Meira
3.3.2016

Vigtarmannanámskeið

Námskeið til löggildingar vigtarmanna var haldið 18 – 20 janúar. Í húsakynnum Neytendastofu í Reykjavík sátu 13 þátttakendur námskeiðið en samtímis sátu 3 þátttakendur á Ísafirði námskeiðið með aðstoð fjarfundarbúnaðar.
Meira
2.3.2016

BL ehf. innkallar Nissan Juke

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 2 Nissan Juke bifreiðum árgerð 2015. Ástæða innköllunarinnar er röng kvörðunar stilling á vélarstjórnbox
Meira
25.2.2016

BL ehf. innkallar Subaru

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 12 Subaru bifreiðum árgerð 2015, af tegundinni Impreza / XV. Ástæða innköllunarinnar er möguleg bilun í startara sem getur komið í veg fyrir að bíll starti sér eða hljóð byrjar að heyrast í startara. Endurforrita þarf vélartölvuna.
Meira
22.2.2016

BL innkallar sendibifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 67 Renault Master III af árgerðunum 2012-2014.
Meira
18.2.2016

Auglýsingar Úranus ehf. á Toyota bifreiðum.

Neytendastofu barst erindi Toyota á Íslandi ehf. þar sem kvartað var yfir auglýsingum Úranusar ehf. á ábyrgðartíma bifreiða. Með ákvörðun Neytendastofu frá árinu 2014 var komist að því að auglýsingar Úranusar ehf. væru villandi.
Meira
17.2.2016

Neytendalánum ehf. gert að greiða dagsektir

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Neytendalán ehf., sem rekur smálánafyrirtækin 1909, Múla og Hraðpeninga, eigi að greiða dagsektir að fjárhæð 20.000 kr. á dag þar til félagið bætir úr upplýsingagjöf á vefsíðum sínum.
Meira
16.2.2016

Neytendastofa lætur prófa öryggi barnarúma

Mynd með frétt
Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á síðasta ári þar sem öryggi barnaferðarúma og barnarimlarúma var skoðað. Fjöldi slysa verður á hverju ári þar sem ung börn slasast vegna barnarúma. Foreldrar eiga að geta treyst því að börnin séu örugg í barnarimlarúmum eða barnaferðarúmum
Meira
12.2.2016

Neytendastofa sektar golfverslun fyrir verðmerkingar

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á eina golfverslun fyrir verðmerkingar í versluninni. Verðmerkingareftirlit stofnunarinnar fór í golfverslanir á höfuðborgarsvæðinu í nóvember sl. þar sem skoðaðar voru verðmerkingar í verslun auk þess sem verðmerkingar og upplýsingar um fyrirtækið voru skoðaðar á vefsíðum.
Meira
5.2.2016

Könnun Neytendastofu á flugeldamarkaðnum

Mynd með frétt
Neytendastofa fór í átaksverkefni í desember 2015 og byrjun janúar 2016 vegna sölu skotelda. Sérstök áhersla var lögð á sölu skotelda á netsíðum. Átakið var gert vegna fjölda ábendinga sem bárust stofnuninni í desember sl. um að skoteldar væru seldir með miklum afslætti án þess að hafa verið seldir á tilgreindu fyrra verði.
Meira
5.2.2016

Sameiginlegt átak í öryggi hlaupahjóla

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur í samstarfi við eftirlitsstofnanir í Evrópu farið í átak vegna öryggis hlaupahjóla. Skoðuð voru yfir 5000 hlaupahjól, úr þeim voru valin um 700 hjól sem skoðuð voru nánar og af þeim tekin eintök sem send voru til prófunar í Frakklandi. Yfir 94% af hlaupahjólunum sem send voru til prófunar reyndust ekki í lagi.
Meira
1.2.2016

Ákvörðun um dagsektir vegna heitisins Loftið

Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Boltabarinn ehf. þar til fyrirtækið hefur farið að ákvörðun Neytendastofu.
Meira
26.1.2016

Innréttingar og tæki sektað vegna útsöluauglýsinga

Neytendastofa hefur sektað Innréttingar og tæki fyrir villandi útsöluauglýsingar. Stofnuninni barst kvörtun frá Múrbúðinni þar sem félagið taldi tilboðs og útsöluauglýsingar Innréttinga og tækja andstæðar góðum viðskiptaháttum. Athugasemdirnar voru þríþættar
Meira
21.1.2016

Aukin neytendavernd við netbókun ferða og ferðapakka

Mynd með frétt
Núgildandi EES reglur um pakkaferðir (alferðir) eiga rót að rekja allt aftur til ársins 1990. Frá þeim tíma hefur framboð á ódýrum flugfargjöldum og sala á netinu aukist stórlega og einnig hvernig að ferðamenn skipuleggja og kaupa sér orlofsferðir með ferðapökkum sem þeir sjálfir setja saman.
Meira
19.1.2016

Ákvarðanir Neytendastofu staðfestar

Með ákvörðunum Neytendastofu nr. 30/2015 og 33/2015 var verslunum Vietnam Market ehf. og Samkaup ehf. rekstraraðila Nettó gert að greiða sektir vegna skorts á verðmerkingum í verslunum sínum.
Meira
18.1.2016

BL ehf innkallar 247 Nissan bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 247 Nissan Note bifreiðum. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 30.08.2005-31.12.2011 Ástæða innköllunarinnar er sú að komið hefur fram í gæðaeftirliti loftpúða framleiðandans Takata að möguleiki er á að aukinn þrýstingur komi upp þegar loftpúði virkjast, með þeim afleiðingum að púðinn rifni.
Meira
16.1.2016

IKEA innkallar trommukjuða og tungutrommu

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á LATTJO trommukjuðum eða LATTJO tungutrommu vegna slysahættu. Leikföngin hafa verið í sölu hjá IKEA um allan heim síðan í nóvember 2015.
Meira
14.1.2016

Bernhard innkallar Honda Pilot bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi tvær Honda Pilot bifreiðar. Ástæða innköllunar er að við árekstur þenjast loftpúðar farþega- og /eða bílstjóramegin út og geta hugsanlega vegna óeðlilegs innri þrýstings í púðunum borist agnir úr umgjörð þeirra inn í farþegarými og í versta falli valdið meiðslum á farþegum.
Meira
7.1.2016

Tilkynning um slysahættu vegna Neyðarkalls

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg vegna lyklakippu, Neyðarkall björgunarsveitanna, sem seld var í nóvember 2015. Í tilkynningunni kemur fram að dagana 5. – 7. nóvember sl. hafi farið fram árleg fjáröflun Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL) með sölu á Neyðarkallinum.
Meira
5.1.2016

Réttur neytenda ef vara er gölluð – 2 ár eða 5 ár

Neytendastofa vill að gefnu tilefni benda neytendum á að réttur neytenda til að bera fram kvörtun vegna vöru sem reynist gölluð er 2 ár ef um er að ræða almenna vöru
Meira
4.1.2016

Neytendastofa leitar upplýsinga um handblys

Neytendastofa óskar eftir upplýsingum og aðstoð vegna slysa sem urðu vegna handblysa um áramótin. Í fjölmiðlum hefur komið fram að alls hafi 7 börn slasast vegna handblysa og grunur er um að þau hafi verið gölluð.
Meira
TIL BAKA