Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir árum

30.12.2020

Sýnið varúð um áramótin

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur í samstarfi með lögreglunni farið í eftirliti á 17 sölustöðum skotelda. Neytendastofa setti tímabundið sölubann á nokkrum stöðum vegna magn púðurs í skotkökum en við nánari skoðun reyndust kökurnar uppfylla öll skilyrði og því var bönnunum aflét
Meira
30.12.2020

Auðkennið NORDIC CAMPERS

Neytendastofu barst kvörtun frá Nordic Campers AS og Nordic Campers ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Nordic Car Rental ehf. á auðkenninu NORDIC CAMPERS. Í kvörtuninni er rakið að Nordic Campers telji notkun Nordic Car Rental á auðkenninu villandi, brjóta gegn vörumerkjarétti Nordic Campers og sé til þess fallin að neytendur ruglist á fyrirtækjunum.
Meira
29.12.2020

Innköllun og sölubann á leikföngum hjá Extrakaup

Neytendastofa hefur bannað sölu og afhendingu á leikföngunum bleik og blá Hello Kittý, „Double Decker“ tréleikfangi, „SUPER HERO“ hömrum, með mynd af The Avengers, „SUPER HERO“ leikfangakall sem lítur út eins og Black Panther ofurhetja og „LAUNCHING MISSILE“ leikfangaköllum sem voru seld í versluninni Extrakaup við Hverfisgötu.
Meira
28.12.2020

Viðskiptahættir Borgunar ekki taldir villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Valitor vegna rangra og villandi staðhæfinga í tilkynningu Borgunar sem send var viðskiptavinum. Í tilkynningunni kom fram að hætt yrði að taka á móti nokkrum tegundum greiðslukorta með tilteknum posa frá Valitor og því þyrfti að skipta um posa til þess að tryggja áframhaldandi móttöku kortanna. Þá kvartaði Valitor einnig yfir röngum og villandi fullyrðingum í auglýsingu Borgunar á Já.is þar sem fullyrt var að Borgun væri eina fyrirtækið á landinu sem bjóði upp á heildarlausn í greiðslumiðlun.
Meira
28.12.2020

Fiskars Brands innkalla toppsög

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Fiskars Brands Inc. um að innkalla þurfi toppsagir frá fyrirtækinu. Um er að ræða toppsagir sem notaðar eru til að snyrta trjátoppa. Varan sem hér um ræðir hefur módelnúmerið 9440. Umræddar toppsagir voru í sölu hjá Costco á árinu 2019 og 2020.
Meira
23.12.2020

Gleðilega hátið

Mynd með frétt
Starfsfólk Neytendastofu óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Um leið viljum við vekja athygli á að stofnunin er lokuð á aðfangadag og gamlársdag.
Meira
23.12.2020

Duldar auglýsingar bannaðar

Neytendastofa hefur bannað duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum í tengslum við vöru frá Sætum Syndum. Neytendastofu bárust ábendingar um færslur á samfélagsmiðlinum Instagram, þar sem að hugsanlega væri um duldar auglýsingar að ræða. Í færslunum var fjallað um vöruna „High tea“ frá Sætum Syndum ýmist með myndum af vörunni eða öðrum að njóta vörunnar. Við meðferð málsins kom fram að varan var gjöf frá Sætum Syndum en færslurnar voru hvorki merktar sem auglýsing né að um væri að ræða kostaða umfjöllun. Það eina sem gefa átti til kynna að um gjöf væri að ræð var að Instagram síða Sætra Synda var tengd við fyrstu færsluna.
Meira
22.12.2020

Fullyrðingar Dælunnar bannaðar

Neytendastofa hefur bannað fullyrðingar sem notaðar voru í markaðsherferð Dælunnar um lægsta meðalverð íslenskra olíufélaga og besta mögulega eldsneytisverð hverju sinni þar sem stofnunin taldi þær ósannaðar. Neytendastofa taldi framsetningu auglýsinganna og afdráttarlausar fullyrðingarnar
Meira
21.12.2020

Innköllun á bangsagalla vegna kyrkingahættu

innkallaðir bangsagallar
Neytendastofa vill benda á innköllun Palmas ehf., rekstraraðila vefverslunarinnar ronjaverslun.is, á vörunni „Bangsagalli“ frá Baby Powder. Hættan felst í því að bönd í hettum eða í hálsmáli geta valdið hættu á kyrkingu. Er varan samansett af hettupeysu og buxum fyrir börn
Meira
21.12.2020

Hættuleg pikkler leikfangaklifurgrind innkölluð

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu- og afhendingu á leikfangaklifurgrind (pikkler) frá Sigurði Valgeirssyni. Við prófun á klifurgrindinni kom í ljós að leikfangið er ekki öruggt fyrir börn vegna hönnunargalla. Leikfangið felur í sér hengingarhættu þar sem börn geta fest höfuðið á milli rimla á klifurgrindinni, auk þess er grindin völt og getur við notkun oltið á hliðina. Leikfangið var ekki CE merkt né með aðrar viðeigandi merkingar eða leiðbeiningar. Þá var ekki hægt að sjá að klifurgrindin hefði verið prófuð til að athuga hvort að leikfangið uppfylli allar öryggiskröfur sem gerðar eru til leikfangaklifurgrinda.
Meira
18.12.2020

Ekki versla leikföng sem eru ekki CE merkt

naghringur með löngum böndum
Neytendastofa vill ítreka að það getur verið á markaðnum hættuleg leikföng. Neytendastofa hefur fengið mikið af ábendingum um leikföng sem eru ekki CE merkt og þó nokkuð hefur verið um að innkölluð leikföng hafa verið seld á erlendum vefsíðum eins og ebay og Amazon
Meira
16.12.2020

Innköllun á „3M“ andlitsgrímum

3M grímur ekki frá 3M
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á andlitsgrímum sem hafa meðal annars verið seldar í Lyf og heilsu, Apótekaranum og Lyfju. Innflutningsaðili vörunnar hér á landi er S. Gunnbjörnsson ehf. Svo virðist sem maskarnir séu ranglega merktir fyrirtækinu 3M.
Meira
16.12.2020

Sameiginlegt átak neytendastofnanna í Evrópu með öryggi barnaleikfanga

Mynd með frétt
Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á árinu þar sem skoðuð voru um 7500 leikföng sem eru kreist (e. squeeze toys), fingramálning og blöðrur. Markmiðið verkefnisins var að skoða hvort að það væru leikföng til sölu sem innihéldu of hátt hlutfall nítrósamína eða efna sem geta umbreyst í nítrósamínur en slík efni eru talin mjög krabbameinsvaldandi. Þá voru merkingar á umbúðum varanna athugaðar.
Meira
10.12.2020

Partýbúðin innkallar gular blöðrur

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Partýbúðinni um innköllun á gulum „Premium Line – Yellow“ blöðrum frá Amscan. Eftir að Neytendastofa lét prófa blöðrurnar kom í ljós að þær innihéldu of mikið af nítrósamínum sem eru efni sem geta valdið krabbameini komist það í snertingu við húð. Neytendastofa lét kanna fleiri liti frá sama framleiðanda sem voru í lagi. Vörunúmer blaðranna sem um ræðir er. INT995509, og lotunúmerið er 19105.
Meira
10.12.2020

Toyota innkallar 149 Hilux

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 149 Toyota Hilux bifreiðar af árgerð 2018-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bremskukerfi
Meira
8.12.2020

Nordic Games innkallar þrjú þroskaleikföng

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Nordic Games ehf. um innköllun á þremur þroskaleikföngum úr tré vegna köfnunarhættu. Tvö þeirra eru frá framleiðandanum JANOD, myndavél og hund sem hægt er að draga áfram í bandi. Smáir hlutir geta losnað af leikföngunum og valdið köfnunarhættu. Einnig er þroskaleikfang frá framleiðandanum Jouratoys innkallað af Sophie gíraffa
Meira
7.12.2020

Reglur um verðmerkingar og verðsamanburð á orkugjöfum fyrir bifreiðar

Neytendastofa hefur birt nýjar reglur um verðmerkingar og verðsamanburð á orkugjöfum fyrir bifreiðar. Reglurnar koma í stað eldri reglna um verðmerkingar á eldsneyti fyrir bifreiðar auk þess sem þær innleiða tilskipun 2014/94/ESB og reglugerð (ESB) 2018/732 þar sem fjallað er um verðsamanburð og merkingar.
Meira
4.12.2020

Góð ráð við val á leikföngum

Mynd með frétt
Leikföng eru vinsælar jólagjafir handa börnum enda eru þau hluti af þroskaferli þeirra. Til þess að leikur barna geti orðið hvað ánægjulegastur og öryggi þeirra tryggt er mikilvægt að neytendur hafi í huga að velja leikfang sem hæfir barninu og að það uppfylli þær öryggiskröfur sem til þess eru gerðar. Því vill Neytendastofa benda fólki á að hafa eftirfarandi í huga þegar velja á leikföng:
Meira
3.12.2020

Samfélagsgrímur eiga ekki að vera CE-merktar

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á að andlitsgrímur eru mismunandi eftir tegundum. Þær sem eru algengastar eru svokallaðar samfélagsgrímur. Andlitsgrímur sem eru búnar til úr textíl eins og bómull eða pólýester eru dæmi um samfélagsgrímur. Slíkar grímur uppfylla ekki kröfur um öryggi til samræmis við CE merktar grímur þó svo að um marglaga grímur sé að ræða.
Meira
30.11.2020

34 nýir vigtarmenn

Námskeið vigtarmanna, almennt grunnnámskeið og endurmenntunarnámskeið, sem frestað hafði verið í október voru haldin í nóvember. Neytendastofa sá til þess að farið var eftir sóttvarnaraðgerðum. Einungis sex af 34 þátttakendum á almenna grunnnámskeiðinu sátu í kennslustofu Neytendastofu í Reykjavík en námskeiðinu síðan streymt á ellefu aðra staði víðsvegar um landið.
Meira
24.11.2020

Áfrýjunarnefnd staðfesti ákvörðun Neytendastofu.

Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Íslandsbanka vegna upplýsinga sem fram koma í lánssamningi og stöðluðu eyðublaði. Þar komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að brotið væri gegn lögum um neytendalán með ófullnægjandi upplýsingum m.a. um það hvaða þættir geti haft áhrif á vaxtabreytingar.
Meira
24.11.2020

Áfrýjunarnefnd staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Neytendastofa bannaði Sýn birtingu fullyrðingar um að Stöð 2 Maraþon væri stærsta áskriftarveita landsins með ákvörðun nr. 57/2019.
Meira
19.11.2020

Auðkennið NORÐURHÚS

Neytendastofu barst kvörtun yfir yfir notkun á auðkenninu NORÐURHÚS á vefsíðunni nordurhus.is og facebook síðunni www.facebook.com/nordurhus. Í kvörtuninni kemur fram að Norðurhús hafi átt skráð og notað firmaheitið frá árinu 1999 . Auðkennið sé ítrekað notað á vefsíðunni nordurhus.is og facebook síðunni án þess að nokkuð komi fram sem aðgreini það frá firmanafni Norðurhús. Notkunin feli í sér rugling eða möguleika á ruglingi þar sem að um orðrétta nýtingu á firmaheitinu sé að ræða.
Meira
19.11.2020

Askja ehf innkallar 40 Mercedes-Benz bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 40 Mercedes-Benz bifreiðar af tegundunum, C-Class, GLC og EQG. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að möguleiki e rfyrir því að raflögn fyrir rafmagnsstýrið hafi ekki verið framleitt samkvæmt kröfum framleiðanda. Skemmdir í raflögnum geta valdið truflunum á rafmangnsstýrinu.
Meira
11.11.2020

Innköllun á leikfanga lúðrinum „Confetti Trumpet“

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Nordic Games um innköllun á leikfanga lúðrinum „Confetti Trumpet“ frá framleiðandanum Juratoys (sjá myndir með frétt). Nordic Games er innflytjandi vörunnar. Umræddur lúður var í sölu hjá Hagkaup, Heimkaup, Margt og Mikið og Bókaverslun Breiðarfjarðar.
Meira
10.11.2020

Hyundai á Íslandi innkallar bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 420 Hyundai Kona EV bifreiðar af árgerð 2018- 2020. Innköllun fellst í ísetningu á nýjum hugbúnaði fyrir háspennurafhlöðu bílsins
Meira
9.11.2020

Upplýsingar á vefverslunum ekki í lagi

Neytendastofa tók þátt í samræmdri skoðun Evrópusambandsins (s.k. sweep) á vefsíðum vefverslana sem selja fatnað, húsgögn eða raftæki. Könnunin snéri m.a. að því hvort fram kæmu með nægilega skýrum hætti upplýsingar um þjónustuveitanda, vörur og þjónustu, verð og samningsskilmála á vefsíðunum.
Meira
6.11.2020

Drög að reglum um verðmerkingar og verðsamanburð á bifreiðaeldsneyti

Neytendastofa birtir hér til umsagnar drög að reglum um verðmerkingar og verðsamanburð á bifreiðaeldsneyti. Í regludrögunum er fjallað um verð og verðsamanburð á mismunandi bifreiðaeldsneyti auk merkinga á áfyllingarlokum og handbókum bifreiða. Reglur þessar innleiða 7. gr. tilskipunar 2014/94/ESB og reglugerð (ESB) 2018/732.
Meira
28.10.2020

Askja innkallar 22 Mercedes-Benz A-Class

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að vökvastýrisleiðsla leki. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.
Meira
27.10.2020

Brimborg innkallar 14 Volkwagen Crafter bifreiðar.

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 14 Volkswagen Crafter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að möguleiki er á því að rúða í afturhurð gæti losnað. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Meira
27.10.2020

Askja innkallar 87 Soul EV (PS EV) bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 87 Soul EV (PS EV) bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að uppfæra þarf hugbúnað vegna rafmagnshandbremsu. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Meira
26.10.2020

Askja innkallar 24 Mercedes-Benz A-Class

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 24 Merceds-Benz A-Class. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að affallshosa fyrir miðstöðina sé ekki tengd. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.
Meira
21.10.2020

UNICEF á Íslandi innkallar hettupeysur í barnastærð

Neytendastofa vill benda á innköllun UNICEF á Íslandi á hettupeysum í barnastærð sem settar voru í sölu sem hluti af fjáröflun fyrir starfsemi samtakanna. Hættan felst í því að bönd í hettum eða í hálsmáli geta valdið hættu á kyrkingu. Varðar innköllunin aðeins þær peysur sem eru í barnastærð.
Meira
20.10.2020

Drög að reglum um upplýsinga- og aðvörunarskyldu erlendra lána

Neytendastofa birtir hér til umsagnar drög að reglum um upplýsinga- og aðvörunarskyldu vegna fasteignalána sem tengjast erlendum gjaldmiðlum. Í regludrögunum er fjallað um og nánar útfærðar skyldur lánveitenda í samræmi við ákvæði 33. gr. laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda
Meira
20.10.2020

Íþróttavöruverslanir sektaðar

Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart íþróttavöruverslunum sem þurftu að koma verðmerkingum í verslunum og upplýsingum um þjónustuveitanda á vefsíðum sínum í lögmætt horf. Ákvarðanirnar eru teknar í kjölfar átaks Neytendastofu þar sem kannaðar voru annars vegar verðmerkingar á sölustað og upplýsingar á vefsíðum.
Meira
19.10.2020

Auglýsingar Augljós laser augnlækninga villandi

Neytendastofu bárust ábendingar um að Augljós laser augnlækningar ehf. hefði auglýst fjörutíu þúsund króna afslátt á laseraðgerð lengur en í sex vikur á Facebook vefsíðu Augljós. Við eftirgrennslan Neytendastofu kom í ljós að verslunin hafði auglýst umrædda verðlækkun þjónustunnar í maí, júní og júlí. Þá var upprunalegt verð aðgerðarinnar án afsláttarins ekki tilgreint. Með ákvörðuninni var fyrirtækinu bönnuð frekari birting auglýsinganna.
Meira
16.10.2020

Ófullnægjandi andlitsgrímur

Mynd með frétt
Neytendastofa fær fjölda ábendinga og fyrirspurna um andlitsgrímur á hverjum degi. Nokkrar ábendingar og kassi af grímum bárust vegna vöru sem merkt er fyrirtækinu 3M Chile S.A. Grímurnar eru gerðar úr tveimur gegnsæjum lögum sem sía lítið sem ekkert. Neytendastofa hefur ekki upplýsingar um hver er dreifingaraðili vörunnar hér á landi eða í hvaða verslunum þær er seldar.
Meira
16.10.2020

Auglýsingar Poulsen bannaðar

Neytendastofu bárust ábendingar um viðskiptahætti fyrirtækisins Poulsen. Annars vegar beindust ábendingarnar að tilboðsbæklingi með yfirskriftinni „AFMÆLISTILBOГ. Komu þar fram þríþættar athugasemdir; í fyrsta lagi að verðlækkun hafi varað lengur en í sex vikur, í öðru lagi að fyrra verð væri ekki birt í bæklingnum og í þriðja lagi að þrátt fyrir fyrirvara um takmarkað magn væri ekki tilgreint hversu mörg eintök væru í boði á lækkuðu verði. Hins vegar beindust ábendingarnar að auglýsingum félagsins á fríum rúðuþurrkublöðum með hverri framrúðuísetningu.
Meira
16.10.2020

Sölubann á leikfangabílum hjá Kids Cool Shop

Neytendastofa hefur sett sölubann á leikfangabílana Lamborghini Aventador, New Ford Ranger og Volkswagen Beetle Dune hjá Kids Cool Shop þar sem ekki var sýnt fram á öryggi varana og að þær væru í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.
Meira
6.10.2020

Ísbúðir sektaðar

Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart ísbúðum sem þurftu að koma upplýsingum um þjónustuveitanda á vefsíðum sínum í lögmætt horf. Ákvarðanirnar eru teknar í kjölfar átaks Neytendastofu þar sem kannaðar voru annars vegar verðmerkingar á sölustað og upplýsingar á vefsíðum.
Meira
29.9.2020

Hekla hf innkallar 14 VW Crafter bifreiðar

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 14 VW Crafter bifreiðar af árgerð 2018. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að rúða í afturhurð gæti losnað. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Meira
25.9.2020

3 M andlitsgrímur innkallaðar

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á andlitsgrímum sem hafa meðal annars verið seldar í verslunum Krambúðarinnar, Nettó, Kjörbúðarinnar og Iceland. Ekki er vitað hver framleiðandi vörunnar er en fyrir ofan strikamerki á umbúðum stendur „3 M 100 maskar“. Framan á umbúðum stendur jafnframt „Disposable face masks two ply 100 pieces“.
Meira
18.9.2020

Innköllun á 578 Hyundai Santa Fe CM

Lógó Hyundai
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 578 Hyundai undirtegund Santa Fe CM bifreiðar af árgerð 2005 - 2009. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skammhlaup getur myndast í skriðvarnarkerfi bifreiðarinnar.
Meira
17.9.2020

BL innkallar Renault Espace

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 13 Renault Espace V bifreiðar af árgerð 2017 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að skoða þarf spoiler á afturhlera á umræddum bifreiðum.
Meira
16.9.2020

Neytendastofa tekur þátt í mælifræðisamstarfi ríkja á norðurslóðum.

Mynd með frétt
Neytendastofa tekur nú þátt í samstarfi Norðurlanda og Eystrasaltslanda í mælifræði. Samstarfshópurinn heitir EMN (European Metrology Network) og er hlutverk hans að efla samstarf á milli landanna með því að miðla hugmyndum og þekkingu.
Meira
15.9.2020

Rekstrarvörur taka andlitsgrímur úr sölu

Andlitsgrímur hætt sölu
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rekstrarvörum um að hætt hafi verið sölu á einnota andlitsgrímum. Framleiðandinn er Zhongshan Zhiteng clothing co. og heiti vörunnar er KN95.
Meira
15.9.2020

Skilmálabreytingar Reebok Fitness óréttmætar

Neytendastofu bárust kvartanir yfir skilmálabreytingum sem Reebok Fitness gerði þegar líkamsræktarstöðvar þurftu að loka tímabundið vegna samkomutakmarkana. Breytingin fólst í því að í stað þess að segja upp ótímabundinni áskrift rafrænt á vefsíðu Reebok Fitness, eins og áður hafði verið, þurftu neytendur að mæta á skrifstofu félagsins á tilteknum tíma dags.
Meira
14.9.2020

Geymslum gert að birta upplýsingar á heimasíðu

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Geymslum ehf. vegna tveggja vefsíða fyrirtækisins, geymslur.is og geymsla24.is.
Meira
14.9.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz X-Class

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að Active Brake Assist kerfið virki ekki sem skyldi.
Meira
11.9.2020

BL innkallar 160 Discovery

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 160 Land Rover Discovery af árgerð 2017-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að Þegar afturhurðum er lokað er hætta á að þær lokist ekki tryggilega.
Meira
9.9.2020

Bíumbíum innkallar hettupeysur

Bíumbíum innköllun peysa
Neytendastofa vill benda á innköllun Bíumbíum á How to kiss a frog hettupeysu sem fengist hefur í versluninni. Hættan felst í því að bönd í hettum eða í hálsmáli geta valdið hættu á kyrkingu. Um er að ræða vöruna Gola Hoodie Dress in Powder velvet, vörunúmer AW1930-2Y.
Meira
8.9.2020

Front-X tekur andlitsgrímur úr sölu

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Front-X um að hætt hafi verið sölu á einnota andlitsgrímum. Framleiðandinn er Wuxi Gery Energy Conservation Technology og á kassanum stendur “Disposable Protective Mask”. Grímurnar voru seldar á vefsíðu www.frontx.is.
Meira
7.9.2020

Fyrra verð á tilboðsvörum Carson

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart bílasölunni Carson ehf., vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði.
Meira
4.9.2020

Kvarðanir þrýstimæla liggja niðri

Mynd með frétt
Meðal þeirra kvarðana sem boðið er upp á hjá kvörðunarþjónustu Neytendastofu eru kvarðanir þrýstimæla. Kvörðunargeta stofnunarinnar er allt upp í 100 bar þrýsting og fást kvarðaðir bæði stafrænir og hliðrænir mælar. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir nýta sér þessa þjónustu og koma þau úr ýmsum geirum íslensks iðnaðar og þjónustu.
Meira
27.8.2020

Sala á rafrettum á netinu óviðunandi

Neytendastofa gerði könnun á sölu rafrettna hjá átta vefsíðum. Samhliða því skoðaði Neytendastofa hvort veittar væru upplýsingar um þjónustuveitanda og rétt neytenda til að falla frá samningi. Vefsíðurnar reyndust allar óviðundandi.
Meira
25.8.2020

Verðmerkingar í gleraugnaverslunum

Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga í 22 gleraugnaverslunum í lok júlí og byrjun ágúst s.l. Athugað var hvort verðmerkingar á vörum og á þjónustu væru sýnilegar í verslun og á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld. Á vefsíðum var einnig athugað hvort upplýsingar um þjónustuveitanda væru fullnægjandi, svo sem kennitala, heimilisfang, netfang, virðisaukaskattsnúmer og hvort fyrirtækið er ehf., slf. eða hf.
Meira
25.8.2020

Lín design innkallar barnasmekki

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun frá Lín design á hvítum barnasmekkum með mynd af Hugga hrút.
Meira
24.8.2020

Kæru SI vísað frá áfrýjunarnefnd neytendamála

Neytendastofu barst kvörtun frá Samtökum iðnaðarins yfir viðskiptaháttum verktakafyrirtækis sem samtökin töldu brjóta gegn góðum viðskiptaháttum. Snéri kvörtunin að því að fyrirtækið kynnti í markaðssetningu sinni að það byði upp á þjónustu á sviði skrúðgarðyrkju án þess að nokkur einstaklingur innan fyrirtækisins hefði tilskilin réttindi til þess.
Meira
21.8.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

Neytendastofa bannaði Arnarlandi notkun á auðkenninu SUPERDRY og öðrum auðkennum sem svipuðu til þess, með ákvörðun nr. 39/2019.
Meira
19.8.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að hámarksþyngd ofan á þaki bifreiðarinnar er ekki rétt skv. handbók í bifreiðinni.
Meira
18.8.2020

Brimborg innkallar 22 Ford Kuga PHEV bifreiðar

Brimborg vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 22 Ford Kuga PHEV bifreiðar af árgerð 2019-2020. Ástæða innköllunarinnar er að rannsóknir Ford hafa leitt í ljós að við afar sjaldgæfar aðstæður getur drifrafhlaða bílsins þurft að losa sig við heitar lofttegundir til þess að minnka þrýsting og hita.
Meira
13.8.2020

Automatic bönnuð notkun auðkennisins FILTERTÆKNI

Neytendastofu barst erindi Filtertækni ehf. þar sem kvartað var yfir að fyrirtækið Automatic ehf. notaði auðkennið FILTERTÆKNI sem leitarorð í símaskrá Já.is. Í svari Automatic var því hafnað að fyrirtækin tvö störfuðu á sama markaði og talið eðlilegt að fyrirtæki sem sérhæfi sig í síum styðjist við leitarorðið „filtertækni“ á Já.is.
Meira
7.8.2020

Brimborg innkallar þurfi 56 Volvo S80, S60, V70, XC70, S60CC, V60, XC60, V60CC, V40 og V40CC bifreiðar

Brimborg vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf. um að innkalla þurfi 56 Volvo S80, S60, V70, XC70, S60CC, V60, XC60, V60CC, V40 og V40CC bifreiðar af árgerðum 2014-2017. Bifreiðarnar eru fjögurra strokka díselvélar. Ástæða innköllunarinnar er að áfylling á kælivökva á vél getur haft í för með sér að lofttappi myndast í kælikerfinu sem getur leitt til ófullnægjandi kælingar á íhlutum vélarinnar.
Meira
5.8.2020

Brimborg innkallar Ford Kuga PHEV bifreiðar

Brimborg vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf. um að innkalla þurfi Ford Kuga PHEV bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að skoða þarf tengi í tölvu fyrir hybrid rafhlöðu en tengið gæti orsakað of mikinn hita í rafhlöðu bílanna.
Meira
4.8.2020

Verðskrá og upplýsingar á vefsíðum efnalauga ábótavant.

Neytendastofa gerði könnun núna í júlí á vefsíðum 19 efnalauga. Skoðað var hvort verðskrá og upplýsingar um þjónustuveitanda væru aðgengilegar á vefsíðum þeirra. Athugasemdir voru gerðar við allar efnalaugarnar þar sem engin vefsíða var með kennitölu né virðisaukaskattsnúmer skráð, þá voru aðeins tvær efnalaugar með birta verðskrá.
Meira
31.7.2020

Spilavinir innkalla Crazy Aarons leikfangaslím

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning í gegnum Safety Gate kerfið um hættulegt leikfangaslím frá Crazy Aarons. Um er að ræða slímin Mini Electric Thinking Putty og Mini Hypercolour Thinking Putty. Þegar leikfangið var prófað kom í ljós að það innihélt of mikið magn af bórati.
Meira
30.7.2020

Thule innkallar Thule Sleek barnakerrur

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Thule AB vegna innköllunar á Thule Sleek barnakerrum með tegundarnúmerum 11000001 - 11000019. Barnakerrurnar sem verið er að innkalla voru framleiddar á tímabilinu maí 2018 til september 2019.
Meira
29.7.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf. um að innkalla þurfi Mercedes-Benz E-Class, S-Class, AMG-GT og G-Class bifreiðar.
Meira
29.7.2020

Tuskudýr

Bangsi með umbúðir
Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni ásamt níu öðrum ríkjum þar sem athugað var öryggi tuskudýra. Tuskudýr er eitt af þeim leikföngum sem þurfa að uppfylla kröfur fyrir alla aldurshópa þar með talið ungbarna. Því var sérstaklega kannað hvort að tuskudýrin stæðust togprófanir.
Meira
28.7.2020

Íþróttavöruverslanir þurfa að bæta verðmerkingar

Neytendastofa gerði, dagana 8. til 9. júlí sl. könnun á ástandi verðmerkinga hjá 18 íþróttavöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
23.7.2020

Leyfi til notkunar þjóðfána í vörumerki

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fengið þó nokkuð af fyrirspyrnum um hvort að það megi merkja vörur með íslenska fánanum. Samkvæmt lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldamerkið er fyrirtækjum heimilt að nota íslenska þjóðfánann í markaðssetningu og merkingum umbúða ef vara uppfyllir skilyrði laganna um að teljast íslens
Meira
22.7.2020

Kvörðunarþjónustan lokuð 27. - 31. júlí vegna sumarleyfa

Mynd með frétt
Kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð dagana 27. - 31. júlí næstkomandi vegna sumarleyfa starfsmanna.
Meira
17.7.2020

Heimild Icelandic Water Holdings hf til að e-merkja framleiðslu sína framlengd

Mynd með frétt
Neytendastofa framlengdi á dögunum eftir úttekt heimild fyrirtækisins Icelandic Water Holding hf til e-merkingar.
Meira
15.7.2020

Barnaköfunarbúnaður innkallaður

Barnaköfunarbúnaður  Gul Tetra
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Sports Direct vegna innköllunar á barnaköfunarbúnaði. Búnaðurinn heitir Gul Tetra 10 – Children´s mask & snorkel með vörunúmerinu 882001.
Meira
13.7.2020

Auðkennið RÖRVIRKI

Neytendastofu barst kvörtun yfir notkun Rörviki sf. á auðkenni sínu. Í kvörtuninni kemur fram að kvartandi hafi skráð einkafirma í eigin nafninn hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði árið 1982 undir heitinu Rörvirki. Fjórum árum síðar hafi félagið Rörvirki sf. verið skráð.
Meira
13.7.2020

Sala stoppuð á dúkku

Innkölluð dúkka frá Happy People
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá HB Heildverslun um að þeir séu hættir sölu á dúkku frá Happy people. Dúkkan hefur verið seld í verslanir frá árinu 2016 og er vörunúmerið 50383
Meira
10.7.2020

Máli Ecommerce 2020 gegn Neytendastofu vísað frá dómi í Danmörku

Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Ecommerce 2020 á síðasta ári um að félagið hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að krefjast of mikils kostnaðar af lánum sem það veitir. Ecommerce 2020, bauð íslendingum lán frá 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og Smálán.
Meira
10.7.2020

Tíu ísbúðir þurfa að bæta verðmerkingar

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga hjá 30 ísbúðum á höfuðborgarsvæðinu, dagana 23. til 26. júní sl. Samhliða því skoðaði Neytendastofa vefsíður 17 ísbúða til að athuga hvort þar væru veittar upplýsingar um fyrirtækin.
Meira
8.7.2020

Apótek sektuð fyrir verðmerkingar

Neytendastofa skoðaði ástand verðmerkinga í apótekum á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú lagt stjórnvaldssektir á fjögur þeirra. Skoðunin tók til 49 apóteka á höfuðborgarsvæðin
Meira
1.7.2020

15 ára afmæli Neytendastofu

Mynd með frétt
Í dag 1. júlí fagnar Neytendastofa 15 ára afmæli sínu. Á þessum tímamótum hefur Neytendastofa opnað nýja gátt þar sem neytendur geta athugað á einfaldan hátt annað hvort með bílnúmeri eða vin-númeri bílsins hvort að í gildi sé öryggisinnköllun fyrir viðeigandi bifreið.
Meira
23.6.2020

Ferðamenn eiga að fá sendan pakkaferðasamning

Neytendastofa hefur sent ferðaskrifstofum, sem hafa leyfi frá Ferðamálastofu til sölu pakkaferða, bréf þar sem áréttuð er skylda fyrirtækjanna til upplýsingagjafar
Meira
16.6.2020

Bönd í 17.júní blöðrum

Blöðrur
Þjóðhátíðardagurinn 17.júní er framundan og hátíðarhöldin sem honum fylgja. Ýmis skemmtun er í boði fyrir börnin og er dagurinn þeim mikið tilhlökkunarefni. Til að tryggja að dagurinn verði sem ánægjulegastur er mikilvægt að tryggja öryggi barnanna. Búast má við blöðrum út um land allt og eru álblöðrur þar áberandi. Á þær eru gjarnan sett bönd eða spottar sem eru mjög sterkir og erfitt er að slíta þá. Blöðrurnar eru síðan afhendar börnum og þær eru oft bundnar við vagna eða úlnliði barna. Þetta getur skapað hættu fyrir ung börn og er þess vegna mikilvægt að vera undir eftirliti fullorðinna.
Meira
15.6.2020

Rúnbrá innkallar hringlu

Rúnbrá barnahringla
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rúnbrá vegna innköllunar á hringlu fyrir börn. Hringlan er með viðar perlum, gíraffa og með hvítri plast bjöllu á. Plastið í bjöllunum er gallað þar sem það er þynnra en það á að vera. Hætta er á að barn getur gleypt bjölluna eða hluta úr henni ef hún skyldi klofna við högg/álag/þrýsting. Allar hringlur án bjöllu eru í lagi.
Meira
12.6.2020

Auðkennið Ferðaskrifstofa eldri borgara

Neytendastofu barst kvörtun frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) yfir notkun Niko ehf. á auðkenninu Ferðaskrifstofa eldri borgara. Í kvörtuninni er því líst að FEB telji notkun Niko á auðkenninu til þess fallið að valda ruglingi þannig að félagsmenn FEB telji starfsemina tengjast FEB. Niko hafnaði þessu athugasemdum og lagði áherslu á að um almennt heiti væri að ræða en auk þess væri starfsemi aðilanna gerólík.
Meira
12.6.2020

Fullyrðingar FEEL ICELAND

Neytendastofu barst kvörtun frá Protis yfir fullyrðingum og upplýsingum á umbúðum og í markaðssetningu Ankra, rekstraraðila FEEL ICELAND, á Amino Marine Collagen Powder. Snéri kvörtunin að því að með villandi hætti væri gefið til kynna að um íslenska vöru væri að ræða þegar raunin væri sú að aðvinnsla færi fram erlendis.
Meira
9.6.2020

Askja ehf innkallar 14 Mercedes- Benz G-Wagon bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 14 Mercedes-Benz G-Wagon bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að merking barnalæsinga í afturhurðum gæti valdið misskilningi.
Meira
8.6.2020

Auðkenni Málmaendurvinnslunnar

Neytendastofu barst erindi fyrirtækisins Málma ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Málmaendurvinnslunnar ehf. á auðkenninu Málmaendurvinnslan og léninu malma.is. Í erindinu er rakið að Málmar telji nafn Málmaendurvinnslunnar, auglýsingar
Meira
28.5.2020

Toyota innkallar 30 RAV4

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 30 Toyota RAV4 bifreiðar af árgerð 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að stýrisarmar bifreiðanna séu gallaðir.
Meira
20.5.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa tók í maí 2019 til skoðunar neytendalán Ecommerce 2020, sem bauð íslendingum lán frá 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og Smálán. Skoðað var hvort kostnaður lána frá félaginu bryti gegn hámarki á árlegri hlutfallstölu kostnaðar og hvort upplýsingar í stöðluðu eyðublaði og lánssamningi væru í samræmi við kröfur laga.
Meira
15.5.2020

Auðkennið SKRIFSTOFUVÖRUR

Neytendastofu barst kvörtun frá Skrifstofuvörum yfir notkun Egilsson á auðkenninu SKRIFSTOFUVÖRUR í auglýsingum sínum fyrir verslunina A4. Töldu Skrifstofuvörur að notkunin bryti gegn einkarétti félagsins til auðkennisins og væri til þess fallið að valda ruglingi fyrir neytendur.
Meira
15.5.2020

Askja innkallar 115 Mercedes-Benz Sprinter

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 115 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bremsuslöngur að framan komist í snertingu við frambrettin
Meira
14.5.2020

Hættulegir leikfangaboltar innkallaðir

Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun á Kaloo leikfangabolta sem fengist hefur í versluninni Margt og mikið. Kom í ljós við prófun að leikfangaboltinn er ekki öruggur fyrir börn.
Meira
13.5.2020

Bauhaus sektað

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Bauhaus vegna viðskiptahátta tengdum verðvernd félagsins. Stofnuninni barst kvörtun frá Húsasmiðjunni um að skilmálar og fullyrðingar í auglýsingum Bauhaus tengdum verðvernd félagsins brytu gegn góðum viðskiptaháttum. Taldi Húsasmiðjan jafnframt að brotið væri gegn ákvörðun Neytendastofu um sama efni frá árinu 2012, þrátt fyrir breytta fullyrðingu. Við meðferð málsins breytti Bauhaus skilmálum verðverndarinnar eins og þeir eru birtir á vefsíðu félagsins.
Meira
13.5.2020

BL innkallar Isuzu D-Max, Crew Cab og 4x2 HR/4x4

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 13 Isuzu D-Max, Crew Cab, 4x2 HR/4x4 model bifreiðar af árgerð 2018 til 2019.
Meira
12.5.2020

Áfyllingar fyrir rafrettur bannaðar vegna of mikils nikótínmagns

Neytendastofa fór í eftirlit hjá Söluturninum Hraunbergi sem selur rafrettur og áfyllingar í þær. Lagt var sölubann á 16 tegundir af áfyllingum fyrir rafrettur. Kom í ljós að innsigli var rofið á 10 tegundum áfyllinga fyrir rafrettur og samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni verslunarinnar innihéldu þær áfyllingar nikótín. Neytendastofa taldi áfyllingarnar ekki öruggar, þar sem ekkert var vitað um innihald áfyllinganna og bannaði því sölu á þeim.
Meira
1.5.2020

Sölubann á áfyllingar hjá Drekanum

Neytendastofa fór í eftirlitsferðir í Drekann, Njálsgötu sem er í eigu Urriðafoss ehf. Kom í ljós að 51 tegundir áfyllinga höfðu ekki verið tilkynntar til Neytendastofu. Þá báru sex áfyllingar tvo límmiða á umbúðum um nikótínstyrkleika
Meira
30.4.2020

Sala á partíbyssu bönnuð hjá Slysavarnarfélaginu

Neytendastofa fór í eftirlit á skoteldamarkað Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Grandagarði 1. Kom í ljós að partíbyssa var markaðssett án þess að vera með réttar merkingar. Var í framhaldi óskað eftir gögnum um vörurnar þar sem auk merkinga þá mega skoteldar ekki samkvæmt skoteldastöðlum vera að formi til eins og byssa.
Meira
29.4.2020

Hagkaup shop innkallar leikfangaslím

Mynd með frétt
Í kjölfar markaðseftlitlitsátaks EU/EES landanna hefur Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hagkaup um að innkalla þurfi leikfangaslím sem heita "Creepy Slime" og "Whoopee Putty" frá framleiðandanum Toi-toys. Ástæða innköllunarinnar er að rannsóknir leiddu í ljós of hátt boron gildi í vörunni.
Meira
28.4.2020

Kids Cool shop innkallar leikfangaslím

Mynd með frétt
Í kjölfar markaðseftlitlitsátaks EU/EES landanna hefur Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Kids Cool Shop um að innkalla þurfi leikfangaslím sem heitir "Gas Maker" frá framleiðandanum Robetoy . Ástæða innköllunarinnar er að rannsóknir leiddu í ljós of hátt boron gildi í vörunni.
Meira
27.4.2020

A4 innkallar leikfangaslím

Mynd með frétt
Í kjölfar markaðseftlitlitsátaks EU/EES landanna hefur Neytendastofu hefur borist tilkynning frá A4 ehf um að innkalla þurfi leikfangaslím sem heitir "Shimmagoo Green" frá framleiðandanum Goobands . Ástæða innköllunarinnar er að rannsóknir leiddu í ljós of hátt boron gildi í vörunni.
Meira
27.4.2020

Askja innkallar A-Class vegna Takta loftpúða.

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 93 Mercedes-Benz A-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að við ákveðin loftslagsskilyrði gætu loftpúðar frá Takata ekki virkað sem skyldi.
Meira
24.4.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 17 Mercedes-Benz bifreiðar af C-Class, CLK, E-Class og CLS gerð. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að líming á topplúgu sé ófullnægjand
Meira
22.4.2020

Neytendastofa kannaði leikfangaslím

Flabby Funky Slime - Boron of mikið
Neytendastofa fylgdi eftir evrópsku samstarfsverkefni sem gert var árið 2019 þar sem skoðað var öryggi leikfangaslíms. Fulltrúi Neytendastofu kannaði markaðinn á leikfangaslími og skoðaði um 80 tegundir. Skoðaðar voru merkingar, umbúðir en tilgangur þessa verkefnis var að sannprófa innihaldslýsingar leikfangaslíma
Meira
21.4.2020

Auðkennið ATARNA

Neytendastofu barst kvörtun frá Atarna slf. yfir notkun Hljómsveitarinnar Atarna á auðkenninu ATARNA. Í kvörtun kom fram að félagið teldi ruglingshættu milli aðilanna enda hafi félagið komið að ýmsum tónlistartengdum verkefnum.
Meira
20.4.2020

Merkingar á vörum Espiflatar

Neytendastofa barst kvörtun frá Félagi atvinnurekanda vegna notkunar garðyrkjustöðvarinnar Espiflatar á íslenskri fánarönd í markaðssetningu á blómvöndum. Taldi Félag atvinnurekanda að um villandi markaðssetningu væri að ræða þar sem finna mætti jurtir og blöð í vöndunum sem væru ekki íslensk.
Meira
15.4.2020

Hættulegar innkallaðar vörur enn til sölu!

Neytendastofa vill vekja athygli á að þrátt fyrir að Kids2 vöggu/stóll hafi verið innkallaður á síðasta ári í kjölfar frétta af 73 dauðsföllum á kornabörnum reyndist hann enn vera til sölu á þremur vefsíðum. Stóllinn var innkallaður vegna hættu á köfnun hjá ungabörnum. Nú á að vera búið að loka á sölu á vörunni.
Meira
7.4.2020

Hættuleg BIBS snuð

BiBS snuð
Neytendastofa hefur fengið fjölda ábendinga út af BIBS snuðum. Snuðin hafa verið seld án umbúða, viðvarana og leiðbeininga sem eiga að fylgja snuðunum. Verslanir sem Neytendastofa hefur haft vitneskju um að selt hafi snuðin hafa tekið þau úr sölu. Neytendastofu berast þó en ábendingar um verslanir sem eru að selja snuðin.
Meira
7.4.2020

Fyrra verð á vefsíðunni tunglskin.is

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Padel Ísland ehf., rekstraraðila vefsíðunnar tunglskin.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði. Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum þar sem kvartað var yfir því að vörur á vefsíðunni hafi aldrei verið til sölu á verði sem kom fram sem fyrra verð. Í svari Padel Ísland kom m.a. fram að félagið gæti ekki fært sönnur fyrir því að vörur á vefsíðu félagsins hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði.
Meira
3.4.2020

Ákvarðanir um pakkaferðir á tímum COVID-19

Neytendastofa hefur tekið þrjár ákvarðanir um réttindi ferðamanna gagnvart Ferðaskrifstofu Íslands, Feria (Vita) og Heimsferðum Í þeim er til umfjöllunar kom hvort ferðamenn gætu afpantað ferðir hjá félögunum án greiðslu þóknunar. Ferðirnar sem til álita koma í ákvörðununum voru allar til Spánar á þeim tíma sem Spánn hafði verið skilgreint sem hááhættusvæði, útgöngubann var í gildi á Spáni og ljóst var að ferðamenn yrðu að sæta tveggja vikna sóttkví við heimkomu.
Meira
2.4.2020

Pakkaferðir – leiðbeiningar Neytendastofu vegna aflýsingar pakkaferða vegna COVID-19

Neytendastofa hefur gefið út leiðbeiningar um afpöntun og aflýsingu pakkaferða vegna COVID-19. Með leiðbeiningum þessum vill Neytendastofa skýra stöðu ferðamanna og ferðaskipuleggjenda eða smásala pakkaferða vegna afpöntunar eða aflýsingar pakkaferða vegna COVID-19
Meira
2.4.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa sektaði Húsasmiðjuna um 400.000 kr. með ákvörðun nr. 42/2019 fyrir að tilgreina ekki prósentuhlutfall afsláttar í Tax Free auglýsingum sínum.
Meira
31.3.2020

Neytendastofa innkallar leikfangakörfu og bannar sölu

Neytendastofu barst ábending um að vefverslun Mosibutik.is hefði til sölu „Gersemi körfu“ sem ekki var CE-merkt en seld sem leikfang. Í körfunni mátti finna raksápubursta, álvír, sigti, tréskífur, plastkeðju ásamt fleiri smáhlutum. Einnig barst ábending um sölu á snudduböndum sem ekki væru í lagi.
Meira
31.3.2020

Toyota innkallar 53 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 53 Toyota bifreiðar af ýmsum tegundum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bensíndæla getur verið gölluð.
Meira
30.3.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu með bréfi, dags. 17. október 2019, að ekki væri ástæða til aðgerða vegna viðskiptahátta Icelandair í tengslum við kauptilboð í uppfærslu á miðum úr Economy Standard í Saga Premium.
Meira
27.3.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz Artos og Acros.

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 3 Mercedes-Benz Actros og Arcos bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að A-stýfa rifni. Við skoðun er athugað hvort bifreiðin sé með stýfu frá BOGE Rubber 6 Plastics.
Meira
27.3.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa komst með ákvörðun nr. 26/2019 að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðgerða vegna kvörtunar Akt ehf. á notkun Ekils ehf. á auðkennunum netökuskóli og netökuskólinn.
Meira
25.3.2020

Kæru vísað frá áfrýjunarnefnd

Kæru vegna neikvæðrar umsagnar Neytendastofu á innflutningi á leikfangabílum hefur verið vísað frá áfrýjunarnefnd neytendamála með úrskurði í máli nr. 8/2019.
Meira
23.3.2020

Leiðbeiningar Neytendastofu um inneignarnótur og breytingar pakkaferða vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Áhrif kórónaveirunnar á veitingu ferðatengdrar þjónustu eru nú orðin veruleg. Stjórnvöld víðs vegar um heim hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar sem hafa m.a. falist í ferðabanni þar sem ferðamönnum er ýmist meinuð koma eða íbúum meinað að ferðast frá sínum heimalöndum. Þessar ráðstafanir hafa haft afgerandi áhrif á samgöngur og aðra ferðatengda þjónustu.
Meira
20.3.2020

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa tekur til starfa.

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur tekið til starfa, en um er að ræða sjálfstæða úrskurðarnefnd sem úrskurðar í ágreiningsmálum milli neytenda og seljenda um flestar gerðir samninga um kaup á vöru og þjónustu. Markmið nefndarinnar er að tryggja neytendum aðgang að skilvirkri og faglegri málsmeðferð við úrlausn ágreinings utan dómstóla. Neytendur geta sent inn kvörtun til nefndarinnar á vefnum kvth.is og í gegnum Ísland.is.
Meira
20.3.2020

Innköllun á BeSafe iZi Go X1 bílstólnum

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á BeSafe iZi Go X1 frá bílstólaleigunni barnabilstolar.is sem festir eru á isofix base. Innköllunin á aðeins við um bílstóla sem festir eru á ISOfix base. Í tilkynningunni kemur fram að öruggt sé að nota stólinn þegar hann er festur með bílbelti.
Meira
19.3.2020

Volvo innkallar XC40, S/V/XC60, S/V/XC90 með Intellisafe búnaði

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 338 Volvobifreiðar af ýmsum gerðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að rannsóknir hafa leitt í ljós að sjálfvirk helmlun getur við ákveðin skilyrði ekki virkað sem skyldi vegna villu í hugbúnaði.
Meira
17.3.2020

Endurgreiðslur pakkaferða

Mynd með frétt
Neytendastofu hafa borist fjölmargar fyrirspurna frá ferðamönnum sem eiga bókaðar pakkaferðir, um það hvort þeir eigi rétt til að afpanta ferð gegn fullri endurgreiðslu.
Meira
17.3.2020

Askja innkallar G-Class

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 2 Mercedes-Benz G-Class. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að olíufæðislögn við túrbínu leki.
Meira
16.3.2020

Innköllun á LMC hjólhýsum árgerð 2017

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Útilegumanninum ehf um að innkalla þurfi 6 LMC hjólhýsi af gerðunum Musica (2 eintök), Maestro (3 eintök) og Style (1 eintak)
Meira
13.3.2020

BL Hyundai innkallar 276 Hyundai I30 og Elantra Neos bifreiðar

Lógó Hyundai
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai um að innkalla þurfi 276 Hyundai I30 og Elantra Neos bifreiðar af árgerðunum 2007 til 2012. Ástæða innköllunarinnar er að stillingar í loftpúðaheila eru ófullnægjand
Meira
6.3.2020

Upplýsingar frá Evrópusambandinu um pakkaferðatilskipun vegna COVID-19

Neytendastofa vill vekja athygli á að Evrópusambandið hefur sett upp vefsvæði þar sem nálgast má ýmsar almennar upplýsingar vegna COVID-19 veirunnar.
Meira
5.3.2020

BL innkallar Isuzu

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 13 Isuzu D-Max, Crew Cab, 4x2 HR /4x4 model bifreiðar af árgerð 2018-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að festingar á fjaðrablöðum geta brotnað.
Meira
4.3.2020

Tesla Motors innkallar Tesla Model X

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tesla Motors Iceland ehf  um að innkalla þurfi 3 Tesla Model X bifreiðar af árgerð 2014 til 2016
Meira
2.3.2020

Askja innkallar Díselbíla.

Vörumerki Honda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 427 Honda Civic, 5D, Civic Tourer, CR-V Diesel, CR-V DTEC, HR-V bifreiðar af árgerð 2015 - 2016 - 2017 - 2018.
Meira
28.2.2020

BL innkallar Subaru

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 705 Subaru Legacy / Outback / Forester / Impreza bifreiðar af árgerð 2003 - 2014.
Meira
26.2.2020

Afpöntun og aflýsing pakkaferðar

Neytendastofa hefur eftirlit með þeim ákvæðum pakkaferðalaga sem snúa að afpöntun og aflýsingu pakkaferðar. Að gefnu tilefni vill stofnunin vekja sérstaka athygli á þeim reglum sem um þetta gilda. Ferðamenn eiga alltaf rétt á að afpanta pakkaferð, hvenær sem er áður en ferð er farin. Seljandi á þó rétt á að halda eftir þóknun eða staðfestingargjaldi í samræmi við skilmála ferðarinnar. Á því er undantekning ef óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður eru á ferðastað sem geta t.d. verið farsótt eða sjúkdómar.
Meira
26.2.2020

Skráningarskylda lánveitenda og lánamiðlara neytendalána

Neytendastofa sinnir eftirliti með lögum neytendalán og samkvæmt breytingum sem gerðar hafa verið á þeim skulu lánveitendur og lánamiðlarar skrá sig hjá stofnuninni. Skráningarskyldan tekur til þeirra sem ekki hafa jafnframt heimild til lánveitinga til neytenda samkvæmt sérlögum
Meira
25.2.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 26 Mercedes-Benz bifreiðar af gerðunum C-Class, E-Class, GLC, CLS, AMG GT og G-Class.
Meira
25.2.2020

Auðkennin HEITURPOTTUR.IS og KALDURPOTTUR.IS

Neytendastofu barst kvörtun frá Fiskikónginum yfir notkun fyrirtækisins Hornsteins á auðkennunum HEITURPOTTUR.IS og KALDURPOTTUR.IS. Taldi kvartandi notkunina brjóta gegn einkarétti sínum til auðkennisins.
Meira
24.2.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz G-Class

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi sjö Mercedes-Benz G-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að raflangnir í framhurðum hafi ekki verið settar rétt í bílinn.
Meira
13.2.2020

Hekla innkallar Skoda Superb

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um að innkalla þurfi 2 Skoda Superb bifreiðar af árgerð 2015. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að stjórntölva í loftpúðakerfi gæti bilað.
Meira
13.2.2020

Áfyllingar fyrir rafrettur bannaðar vegna of mikils nikótínmagns

Neytendastofa fór í eftirlit hjá Dzien Dobry, Hólagarði, sem selur rafrettur og áfyllingar í þær. Lagt var sölubann á 14 tegundir af áfyllingum fyrir rafrettur. Sjö tegundir áfyllinga fyrir rafrettur innihéldu nikótínvökva umfram leyfilegan hámarksstyrkleika. Á umbúðum þriggja áfyllinga voru tveir límmiðar
Meira
10.2.2020

Suzuki bílar ehf innkalla 275 Suzuki Grand Vitara

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum ehf um að innkalla þurfi 275 Suzuki Grand Vitara af árgerð 1998 til 1999 Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að mögulega getur líknarpúði fyrir bílstjóra verið gallaður sem gæti orsakað það að dreifing hans væri ófullnægjandi þegar hann verður virkur.
Meira
7.2.2020

Bílaumboðið Askja innkallar 8 Mercedes-Benz Citan

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 8 Mercedes-Benz Citan bifreiðar af árgerð 2019 Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er fyrir því að ekki nægileg hersla sé á hjólnöfum og bremsukjömmum að aftan.
Meira
6.2.2020

Brimborg innkallar 86 Volvo S/N/CX60 og S/N/CX80 bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 86 Volvo S/V/CX60 og S/V/XC90 bifreiðar af árgerð 2019 og 2020 Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að villa í hugbúnaði getur valdið því að við vissar aðstæður er ekki hægt að gangsetja bifreiðina.
Meira
6.2.2020

BL innkallar 16 BMW X6 bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 16 BMW X6 bifreiðar af árgerð 2014-2016. Ástæða innköllunarinnar er að ISOFIX festingar fyrir barnasæti eru ekki nógu sterkar og það þarf að styrkja þær. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Meira
5.2.2020

Ófullnægjandi upplýsingar í vefverslunum

Neytendastofa tekur árlega þátt í samstarfsverkefni þar sem skoðaðar eru vefsíðum sem selja neytendum vörur eða þjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu. Skoðanirnar eru gerðar til þess að kanna hvort neytendum séu veittar nægar upplýsingar fyrir kaup og hvort réttindi neytenda séu brotin Nýjasta skoðuninni var gerð í nóvember 2019 og nú hefur framkvæmdastjórn Evrópu birt fyrstu niðurstöður hennar.
Meira
4.2.2020

Tilboðsauglýsingar BL og Brimborgar

Neytendastofu tók til meðferðar mál vegna tilboðsauglýsinga BL og Brimborgar. Samkvæmt útsölureglum er litið svo á að þegar vara hefur verið auglýst á lækkuðu verði í sex vikur sé lækkaða verðið orðið venjulegt verð. Þegar vara hefur verið auglýst á tilboði í sex vikur er því ekki hægt að segja að hún sé á tilboðsverði.
Meira
29.1.2020

Sala á áfyllingum sem höfða til barna ekki heimil

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fengið ábendingar um að verið sé að selja áfyllingar fyrir rafrettur sem höfða til barna. Neytendastofa vill því árétta að það er bannað að selja rafrettuvökva þar sem umbúðirnar eru litríkar, skrautlegar myndir, teiknimyndapersónur, tákn eða jafnvel einhvers konar heiti eða slagorð sem gætu hvatt til notkunar barna á rafrettum.
Meira
21.1.2020

BYKO innkallar hættulega dúkku

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Byko vegna innköllunar á dúkku frá Qmei Toys Factory. Dúkkan var seld í Byko árið 2019 og er 30 cm löng, með vörunúmerið 303817. Komið hefur í ljós að smáir hlutir losna auðveldlega af dúkkunni.
Meira
15.1.2020

IKEA innkallar TROLIGTVIS ferðabolla

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á TROLIGTVIS ferðabollum sem merktir eru „Made in India“. Samkvæmt tilkynningunni sýna nýlegar prófanir að varan losar hugsanlega meira af efnasamböndum en sett viðmið segja til um. Því eru eigendur þessara tilteknu ferðabolla hvattir til að skila þeim í IKEA þar sem þeir verða að fullu endurgreiddir.
Meira
13.1.2020

Neytendastofa kannaði barnarúm

Mynd með frétt
Neytendastofa fylgdi eftir átaksverkefni sem gert var árið 2015 þar sem skoðað var öryggi barnarimlarúma og barnaferðarúma. Verkefnið var evrópskt samstarfsverkefni. Foreldar verða að geta treyst því að rúm sem valin eru fyrir börn séu örugg. Rúm eru einn af fáum stöðum þar sem börn eiga að geta verið skilin eftir án eftirlits í einhvern tíma. Niðurstöður úr átakinu 2015 kom ekki vel út þar sem 80% rúmanna voru talin hættuleg börnum og helmingur þeirra voru svo stórhættuleg að þau voru innkölluð.
Meira
8.1.2020

Bílaumboðið ASKJA innkallar 77 KIA bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 77 KIA Sorento bifreiðar af árgerð 2019 og 2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hugbúnaðarvilla í MFE myndavél (Muliti Function Camera) gæti valdið truflunum í öryggisbúnaði bílsins
Meira
8.1.2020

Sölubann á 98 áfyllingar fyrir rafrettur

Neytendastofa fór í markaðseftirlit hjá Lukku Láka söluturni sem selur rafrettur og áfyllingar fyrir þær. Reyndust 63 tegundir áfyllinga sem innihéldu nikótín ekki hafa verið tilkynntar til Neytendastofu. Auk þess kom í ljós að innsigli var rofið á 35 tegundum áfyllinga fyrir rafrettur og nikótíni hafði verið bætt við.
Meira
6.1.2020

Vaxtabreytingar húsnæðislána LSR og LV

Neytendastofu bárust kvartanir yfir vaxtabreytingum húsnæðislána Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Af því tilefni óskaði Neytendastofa eftir afriti lánsskilmála hjá sjóðunum til þess að yfirfara hvort upplýsingaskylda laga væri uppfyllt og hvort vaxtabreytingarnar ættu sér stoð í samningum.
Meira
3.1.2020

Fullyrðingar Sýnar um efnisveituna Stöð 2 Maraþon

Neytendastofu barst kvörtun frá Símanum vegna fullyrðinga Sýnar um efnisveituna Stöð 2 Maraþon. Í fullyrðingunum kom fram að efnisveitan sé stærsta efnisveita landsins með íslensk sjónvarpsefni, bjóði upp á mesta úrval íslensk efnis og sé stærsta áskriftarveita landsins.
Meira
3.1.2020

Ný lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála

Lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála tóku gildi 1 janúar 2020. Neytendum er nú með lögum tryggt úrræði til þess að fá aðgang að skilvirkri og faglegri málsmeðferð utan dómsmála komi upp ágreiningur í viðskiptum þeirra við seljendur á vörum eða þjónustu.
Meira
2.1.2020

Seljendur á Íslandi þekkja best rétt neytenda

Neytendastofa rýndi í skorkort neytendamála sem er fyrir ESB ríkin, Noreg og Ísland fyrir árið 2019 alls 30 ríkjum. En skorkortið er mælitæki sem notað er til að fylgjast með hvernig aðstæður neytenda eru í þessum löndum. Að þessu sinni var gerð könnun hjá bæði neytendum og seljendum á þremur meginþáttum: þekkingu og trausti, samhæfingu og eftirfylgni með lögum um vöruöryggi og neytendarétt, kvörtunum og úrlausn deilumála.
Meira
2.1.2020

Sölubann á áfyllingar fyrir rafrettur

Neytendastofa fór í eftirlit hjá Póló söluturni, Bústaðarvegi sem selur rafrettur og áfyllingar í þær. Kom í ljós að innsigli var rofið á 146 tegundum áfyllinga fyrir rafrettur og nikótíni hafði verið bætt við. Neytendastofa taldi áfyllingarnar ekki öruggar, þar sem ekkert var vitað um innihald áfyllinganna og bannaði því sölu á þeim.
Meira
TIL BAKA