Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

24.2.2010

Verðmerkingar í borðum fiskbúða á höfuðborgarsvæðinu til fyrirmyndar

Þann 18. febrúar síðastliðinn fóru fulltrúar Neytendastofu í 14 fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur.
Meira
23.2.2010

Ekortum bannað að birta samanburðarauglýsingu

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni bannað birtingu auglýsinga þar sem borin eru saman ávinningur og fríðindi korthafa e-Vildarkorta og Classic Icelandair American Express.
Meira
23.2.2010

Auglýsingar American Express bannaðar

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur bannað birtingu auglýsinga American Express þar sem borin er saman vildarpunktasöfnun korthafa American Express og VISA. Neytendastofa taldi auglýsinguna brjóta gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu
Meira
22.2.2010

Evrópskur samráðshópur neytenda

Framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt og birt ákvörðun nr. 2009/705/ESB, um evrópskan samráðshóp neytenda. Í samráðhópnum eiga sæti fulltrúar frá heildarsamtökum neytenda í öllum aðildarríkjum ESB, auk Íslands, Liechtenstein og Noregs.
Meira
17.2.2010

Vel tekið í ábendingar Neytendastofu meðal sérvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu

Mynd með frétt
Siðla árs 2009 heimsóttu fulltrúar Neytendastofu 366 sérvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að athuga hvort verðmerkingar í verslun og sýningargluggum væru í samræmi við lög og reglur. Þessum heimsóknum var svo fylgt eftir dagana 18 – 22. Janúar.
Meira
15.2.2010

Matvöruverslanir stórbæta verðmerkingar

Á síðustu vikum hafa starfsmenn Neytendastofu farið í 74 matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu og kannað verðmerkingar og samræmi hillu- og kassaverðs á 50 vörum. Kom fram að 59 af 74 verslunum voru með verðmerkingar að mestu í lagi.
Meira
12.2.2010

Neytendastofa sektar BYKO fyrir brot gegn útsölureglum

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur lagt 10.000.000 kr. stjórnvaldssekt á BYKO fyrir að brjóta gegn þeim lagaákvæðum og reglum sem gilda um útsölur.
Meira
11.2.2010

Sýnileg framför verðmerkinga í kvikmyndahúsum á höfuðborgarsvæðinu

Mynd með frétt
Fulltrúar neytendastofu hafa undanfarin mánuð farið í tvær heimsóknir í kvikmyndahús á höfuðborgarsvæðinu til að athuga verðmerkingar í afgreiðsluborði og nammibar.
Meira
10.2.2010

Toyota innkallar bifreiðar af gerðinni Prius

Neytendastofa hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun af nýjustu útgáfu af Prius. Á Íslandi varðar innköllunin alls fjóra bíla og hefur Toyota nú þegar haft samband við eigendur viðkomandi bíla.
Meira
10.2.2010

Bed and Breakfast almennt heiti

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að banna B&B Guesthouse ekki notkun á heitunum Bed and Breakfast Keflavík Centre og Bed and Breakfast Keflavík Centrum.
Meira
9.2.2010

Bílasamningur Avant

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun í tilefni kvörtunar vegna bílasamnings Avant í erlendri mynt. Stofnuninni barst kvörtun þar sem lántaki taldi sig ekki hafa fengið nægar upplýsingar
Meira
5.2.2010

Toyota innkallar bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins 5011 bifreiðar sem væntanlega eru í umferð hér á landi.
Meira
2.2.2010

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu að hluta

SP-Fjármögnun leitaði til áfrýjunarnefndar neytendamála vegna ákvörðunar Neytendastofu nr. 25/2009. Í ákvörðun Neytendastofu var um það fjallað að Neytendastofa teldi breytingar á skilmálum SP-Fjármögnunar, þar sem fast vaxtaálag var gert breytilegt,
Meira
TIL BAKA