Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

29.1.2018

Hekla innkallar Mitsubishi ASX

Vörumerki Mitsubishi
Hekla hf. kallar inn 23 Mitsubishi ASX bifreiðar árgerð 2016. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að hurðarlæsing virki ekki rétt við hátt hitastig
Meira
16.1.2018

Mjólkursamsalan ehf fær vottun til e-merkingar

Neytendastofa veitti fyrirtækinu Mjólkursamsalan ehf á síðasta ári vottun til e-merkingar. Vottunin gildir fyrir framleiðslulínu fyrirtækisins á skyri í 170 g og 500 g pakkningum sem það selur erlendis.
Meira
12.1.2018

N1 hættir sölu á endurskinsprey

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá N1 um að búið sé að taka úr sölu endurskinsprey frá ALBEDO, þar sem komið hefur í ljós að varan uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til endurskins.
Meira
12.1.2018

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2017. Í ákvörðun Neytendastofu lagði stofnunin 500.000 króna stjórnvaldssekt á Norðursiglingu ehf. fyrir brot gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar.
Meira
11.1.2018

Úrskurður áfrýjunarnefndar

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 16/2017. Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu, í kjölfar kvörtunar Fabrikkunnar sem selur ís í smásölu undir nafninu Fabrikkuís, að Gjóna ehf. væri heimil notkun á auðkenninu „Ísfabrikkan“.
Meira
10.1.2018

Vigtarmannanámskeið: almennt og endurmenntunarnámskeið

Neytendastofa mun daganna 15. – 17. janúar standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið er haldið í húsakynnum Neytendastofu í Reykjavík en verður einnig tengt með fjarfundarbúnaði við Menntasetrið á Þórshöfn og Austurbrú á Reyðarfirði. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn. Endurmenntunarnámskeið vigtarmanna verður haldið þann 18. janúar. Löggilding vigtarmanna gildir í 10 ár og þarf að sitja endurmenntunarnámskeið til að framlengja réttindin. Tengin með fjarfundarbúnaðnum verður við Höfn í Hornafirði.
Meira
9.1.2018

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lauk ákvörðun gagnvart Toyota á Íslandi í desember 2016 vegna Toyota Flex samninga. Málið snéri að því hvort Toyota Flex samningar falli undir gildissvið laga um neytendalán nr. 33/2013 eða ekki.
Meira
4.1.2018

Flugeldar og niðurstöður átaksverkefnis 2015-2017

Neytendastofa tók þátt í sameiginlegri aðgerð eftirlitsstjórnvalda frá 9 aðildarríkjum á EES-svæðinu sem fara með öryggi og eftirlit með skoteldum. Alls voru 424 vörutegundir sendar til prófunar eða tæplega 5000 sýni alls eftir sýnatöku um áramót 2015-16 og 2016-17
Meira
3.1.2018

Kvörðun þrýstimæla liggur niðri

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur hingað til boðið upp á kvarðanir þrýstimæla á bilinu -1 ... +100 bar og er þar um að ræða loftmæla. Nú liggur sú þjónusta niðri þar sem komið hefur upp alvarleg bilun í kvörðunarbúnaði stofnunarinnar.
Meira
TIL BAKA