Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

28.5.2020

Toyota innkallar 30 RAV4

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 30 Toyota RAV4 bifreiðar af árgerð 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að stýrisarmar bifreiðanna séu gallaðir.
Meira
20.5.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa tók í maí 2019 til skoðunar neytendalán Ecommerce 2020, sem bauð íslendingum lán frá 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og Smálán. Skoðað var hvort kostnaður lána frá félaginu bryti gegn hámarki á árlegri hlutfallstölu kostnaðar og hvort upplýsingar í stöðluðu eyðublaði og lánssamningi væru í samræmi við kröfur laga.
Meira
15.5.2020

Auðkennið SKRIFSTOFUVÖRUR

Neytendastofu barst kvörtun frá Skrifstofuvörum yfir notkun Egilsson á auðkenninu SKRIFSTOFUVÖRUR í auglýsingum sínum fyrir verslunina A4. Töldu Skrifstofuvörur að notkunin bryti gegn einkarétti félagsins til auðkennisins og væri til þess fallið að valda ruglingi fyrir neytendur.
Meira
15.5.2020

Askja innkallar 115 Mercedes-Benz Sprinter

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 115 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bremsuslöngur að framan komist í snertingu við frambrettin
Meira
14.5.2020

Hættulegir leikfangaboltar innkallaðir

Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun á Kaloo leikfangabolta sem fengist hefur í versluninni Margt og mikið. Kom í ljós við prófun að leikfangaboltinn er ekki öruggur fyrir börn.
Meira
13.5.2020

Bauhaus sektað

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Bauhaus vegna viðskiptahátta tengdum verðvernd félagsins. Stofnuninni barst kvörtun frá Húsasmiðjunni um að skilmálar og fullyrðingar í auglýsingum Bauhaus tengdum verðvernd félagsins brytu gegn góðum viðskiptaháttum. Taldi Húsasmiðjan jafnframt að brotið væri gegn ákvörðun Neytendastofu um sama efni frá árinu 2012, þrátt fyrir breytta fullyrðingu. Við meðferð málsins breytti Bauhaus skilmálum verðverndarinnar eins og þeir eru birtir á vefsíðu félagsins.
Meira
13.5.2020

BL innkallar Isuzu D-Max, Crew Cab og 4x2 HR/4x4

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 13 Isuzu D-Max, Crew Cab, 4x2 HR/4x4 model bifreiðar af árgerð 2018 til 2019.
Meira
12.5.2020

Áfyllingar fyrir rafrettur bannaðar vegna of mikils nikótínmagns

Neytendastofa fór í eftirlit hjá Söluturninum Hraunbergi sem selur rafrettur og áfyllingar í þær. Lagt var sölubann á 16 tegundir af áfyllingum fyrir rafrettur. Kom í ljós að innsigli var rofið á 10 tegundum áfyllinga fyrir rafrettur og samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni verslunarinnar innihéldu þær áfyllingar nikótín. Neytendastofa taldi áfyllingarnar ekki öruggar, þar sem ekkert var vitað um innihald áfyllinganna og bannaði því sölu á þeim.
Meira
1.5.2020

Sölubann á áfyllingar hjá Drekanum

Neytendastofa fór í eftirlitsferðir í Drekann, Njálsgötu sem er í eigu Urriðafoss ehf. Kom í ljós að 51 tegundir áfyllinga höfðu ekki verið tilkynntar til Neytendastofu. Þá báru sex áfyllingar tvo límmiða á umbúðum um nikótínstyrkleika
Meira
TIL BAKA