Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

27.8.2020

Sala á rafrettum á netinu óviðunandi

Neytendastofa gerði könnun á sölu rafrettna hjá átta vefsíðum. Samhliða því skoðaði Neytendastofa hvort veittar væru upplýsingar um þjónustuveitanda og rétt neytenda til að falla frá samningi. Vefsíðurnar reyndust allar óviðundandi.
Meira
25.8.2020

Verðmerkingar í gleraugnaverslunum

Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga í 22 gleraugnaverslunum í lok júlí og byrjun ágúst s.l. Athugað var hvort verðmerkingar á vörum og á þjónustu væru sýnilegar í verslun og á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld. Á vefsíðum var einnig athugað hvort upplýsingar um þjónustuveitanda væru fullnægjandi, svo sem kennitala, heimilisfang, netfang, virðisaukaskattsnúmer og hvort fyrirtækið er ehf., slf. eða hf.
Meira
25.8.2020

Lín design innkallar barnasmekki

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun frá Lín design á hvítum barnasmekkum með mynd af Hugga hrút.
Meira
24.8.2020

Kæru SI vísað frá áfrýjunarnefnd neytendamála

Neytendastofu barst kvörtun frá Samtökum iðnaðarins yfir viðskiptaháttum verktakafyrirtækis sem samtökin töldu brjóta gegn góðum viðskiptaháttum. Snéri kvörtunin að því að fyrirtækið kynnti í markaðssetningu sinni að það byði upp á þjónustu á sviði skrúðgarðyrkju án þess að nokkur einstaklingur innan fyrirtækisins hefði tilskilin réttindi til þess.
Meira
21.8.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

Neytendastofa bannaði Arnarlandi notkun á auðkenninu SUPERDRY og öðrum auðkennum sem svipuðu til þess, með ákvörðun nr. 39/2019.
Meira
19.8.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að hámarksþyngd ofan á þaki bifreiðarinnar er ekki rétt skv. handbók í bifreiðinni.
Meira
18.8.2020

Brimborg innkallar 22 Ford Kuga PHEV bifreiðar

Brimborg vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 22 Ford Kuga PHEV bifreiðar af árgerð 2019-2020. Ástæða innköllunarinnar er að rannsóknir Ford hafa leitt í ljós að við afar sjaldgæfar aðstæður getur drifrafhlaða bílsins þurft að losa sig við heitar lofttegundir til þess að minnka þrýsting og hita.
Meira
13.8.2020

Automatic bönnuð notkun auðkennisins FILTERTÆKNI

Neytendastofu barst erindi Filtertækni ehf. þar sem kvartað var yfir að fyrirtækið Automatic ehf. notaði auðkennið FILTERTÆKNI sem leitarorð í símaskrá Já.is. Í svari Automatic var því hafnað að fyrirtækin tvö störfuðu á sama markaði og talið eðlilegt að fyrirtæki sem sérhæfi sig í síum styðjist við leitarorðið „filtertækni“ á Já.is.
Meira
7.8.2020

Brimborg innkallar þurfi 56 Volvo S80, S60, V70, XC70, S60CC, V60, XC60, V60CC, V40 og V40CC bifreiðar

Brimborg vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf. um að innkalla þurfi 56 Volvo S80, S60, V70, XC70, S60CC, V60, XC60, V60CC, V40 og V40CC bifreiðar af árgerðum 2014-2017. Bifreiðarnar eru fjögurra strokka díselvélar. Ástæða innköllunarinnar er að áfylling á kælivökva á vél getur haft í för með sér að lofttappi myndast í kælikerfinu sem getur leitt til ófullnægjandi kælingar á íhlutum vélarinnar.
Meira
5.8.2020

Brimborg innkallar Ford Kuga PHEV bifreiðar

Brimborg vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf. um að innkalla þurfi Ford Kuga PHEV bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að skoða þarf tengi í tölvu fyrir hybrid rafhlöðu en tengið gæti orsakað of mikinn hita í rafhlöðu bílanna.
Meira
4.8.2020

Verðskrá og upplýsingar á vefsíðum efnalauga ábótavant.

Neytendastofa gerði könnun núna í júlí á vefsíðum 19 efnalauga. Skoðað var hvort verðskrá og upplýsingar um þjónustuveitanda væru aðgengilegar á vefsíðum þeirra. Athugasemdir voru gerðar við allar efnalaugarnar þar sem engin vefsíða var með kennitölu né virðisaukaskattsnúmer skráð, þá voru aðeins tvær efnalaugar með birta verðskrá.
Meira
TIL BAKA