Fara yfir á efnisvæði

Skref 1. Tilkynningarskylda

Skref 1     Skylda til tilkynningar á áfyllingum með nikótínvökva og rafrettum (veiptækja)
Framleiðendur (innflytjendur) á rafrettum og áfyllinga þeirra verða að gæta þess að vörur þeirra uppfylli allar kröfur sem gilda um framleiðslu og markaðssetningu þeirra. Framleiðandi (innflytjandi) ber ábyrgð á að varan sé rétt skráð hjá Neytendastofu.
Í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2018 um rafrettur, sbr. reglugerð nr. 803/2018, ber framleiðendum og innflytjendum að tilkynna til Neytendastofu um fyrirhugaða markaðssetningu á áfyllingum með nikótínvökva sem og tækja hér á landi og tryggja að skráning vörunnar sé rétt.
Ísland er aðili að samningum um Evrópska efnahagssvæðið og vegna ákvæða hans gilda hér á landi sömu reglur um öryggi og markaðssetningu á vöru eins og í ríkjum Evrópusambandsins. Neytendastofa getur tekið ákvörðun um að hafna markaðssetningu vörunnar ef hún uppfyllir ekki kröfur.

Tengill í næsta skref 2.   EC-ID, skráning og tilkynning um rafrettur og áfyllingar með nikótínvökva

TIL BAKA