Fara yfir á efnisvæði

Skref 2. EC-ID, skráning og tilkynningar

 Skref 2.     EC-ID, skráning og tilkynning um rafrettur og áfyllingar með nikótínvökva

Rafrettur og áfyllingar sem innihalda nikótín er einungis heimilt að markaðssetja á Íslandi ef framleiðendur, eða innflytjendur ef það á við, hafa lagt inn tilkynningu til Neytendastofu 6 mánuðum áður en markaðssetning er fyrirhuguð. Einungis má flytja inn eða framleiða rafrettur og áfyllingar sem eru öruggar, þær skulu vera barnheldar og tryggt að þær verði ekki fyrir skemmdum og leki ekki. Í samræmi við ákvæði EES-samningsins þá er gert er ráð fyrir að áfyllingar sem markaðssettar eru á Íslandi uppfylli allar sömu kröfur og gilda á innri markaði Evrópusambandsins. Framleiðendur (innflytjendur) verða að afla sér kenninúmers (submitter‘s ID) sem hægt er að sækja um á vefsíðu ESB (https://ec.europa.eu/health/euceg/introduction_en). Framleiðandi sem fengið hefur kenninúmer skráir því næst EC-ID í sameiginlegt skráningarkerfi Evrópusambandsins fyrir skráningu á rafrettum og áfyllingum þeirra í samræmi við skráningarreglur EU-CEG og setur inn upplýsingar og viðeigandi gögn um vöruna. 

ATHUGIÐ: Ísland er ekki enn komið með fulla aðild að EU-CEG og þess vegna verða framleiðendur/innflytjendur að fylla út form Neytendastofu um áfyllingarvökva og veiptæki, sjá nánar skref nr. 3.

Í því tilviki að tilkynnandi hafi ekki aflað sér EC- kenninúmers getur hann sent skriflega beiðni til Neytendastofu um skráningu vörunnar á póstfangið postur@neytendastofa.is. Slík mál falla utan við hið almenna tilkynningarferli og í þeim tilvikum þarf tilkynnandi að afla sér kenninúmers í samræmi við leiðbeiningar Neytendastofu.

Tengill í skref 3  Form tilkynninga fyrir nikótínvökva og rafrettur (veipur)
TIL BAKA