Fara yfir á efnisvæði

Skref 4. Gjaldtaka og fjöldi gjalda

4.     Gjaldtaka og fjöldi gjalda sem greiða skal, dæmi

Neytendastofa metur fjölda gjalda sem greiða skal skv. innsendu skráningarformi framleiðanda (innflytjanda).

Gjald fyrir áfyllingarvökva sem inniheldur nikótín
Eitt gjald 75.000 ISK skal greitt fyrir hverja vörulínu vegna áfyllingar sem inniheldur sama magn nikótíns, óháð fjölda bragðtegunda.

Nýtt gjald fellur til þegar um er að ræða umtalsverða breytingu á tilkynntri vöru frá sama framleiðanda.

Greiða skal eitt gjald fyrir vörulínu sem inniheldur 3 mg/ml nikótíns. Sama vörulína framleiðanda með 6mg/ml magni nikótíns er grunnur að annarri greiðslu á tilkynningargjaldi.
Dæmi: Framleiðandi sem tilkynnir t.d. tvær vörulínur eina með 3 mg/ml af nikótíni með 5 mismunandi bragðtegundum greiðir eitt gjald og aðra undir sama kenninúmeri framleiðanda með 6 mg/ml magni nikótíns, einnig með 5 bragðtegundum, greiðir annað gjald eða samtals 150.000 ISK. Neytendastofa ákveður hvenær um er að ræða umtalsverða breytingu milli tilkynntra vörulína.

Gjald fyrir rafrettur – tæki og aukahlutir
Eitt gjald 75.000 ISK skal greitt fyrir hverja tegund rafrettu og undirhluti hennar, þ.m.t. hylki, tank og búnað án hylkis eða tanks.

Greiða verður 75.000 ISK fyrir aukahlut sem er framleiddur til notkunar í rafrettur og hefur ekki verið tilkynntur sem undirhluti annars tækis.

Dæmi: Framleiðandi A, tilkynnir rafrettuna X, ásamt undirhlutum hennar, m.a. tank, kol og annan búnað og greiðir fyrir það 75.000 ISK. Framleiðandi B, sem framleiðir t.d. tank sem nota má í ákveðnar gerðir af rafrettum, tilkynnir tankinn sérstaklega og greiðir 75.000 ISK.

ATHUGIÐ

Aðeins er heimilt að markaðssetja á Íslandi veiptæki eða sjálfstæða íhluti þeirra ef þau hafa verið tilkynnt af hálfu framleiðanda (innflytjanda) til Neytendastofu og skráð á vefsíðu stofnunarinnar og sama gildir um sjálfstæða íhluti sem ekki eru hluti af tilkynntum vörumerkjum framleiðanda og teljast sjálfstæðir íhlutir fyrir viðurkennda og skráðar vörur.

Tengill í skref 5. Reikningur, greiðsla gjalds

TIL BAKA