Fara yfir á efnisvæði

Skref 6. Staðfesting á skráningu

6.    Staðfesting á skráningu

Framleiðandi eða innflytjandi sem greiðir gjald fær staðfestingu um móttöku greiðslu og að Neytendastofa hafi tekið beiðni um skráningu til formlegrar meðferðar. Tilkynnendur fá að lokinni yfirferð eftir atvikum staðfestingu um að uppfyllt hafi verið öll skilyrði til markaðssetningar á Íslandi. Heimilt er að miða markaðssetningu við dagsetningu á tilkynningu um greiðslu skráningargjaldsins til Neytendastofu ef öll gögn hafa verið fullnægjandi þegar við framlagningu tilkynningar. Hafi gögn verið ófullnægjandi er Neytendastofu heimilt að miða við þá dagsetningu þegar að fullnægjandi gögn teljast hafa verið lögð fram.

TIL BAKA