Eftirlit með mælitækjum

BensíndælaÞekktasta form eftirlits með mælitækjum í notkun eru löggildingar og hefur Neytendastofa falið faggiltum prófunarstofum framkvæmd löggildinga. Samkvæmt 12. grein laganna ber eigandi mælitækis, ábyrgð á að mælitæki í notkun uppfylli reglur og skal hann óska löggildingar áður en gildistími er útrunninn.
Í 13. grein laganna er heimild til að setja reglur, svo sem um löggildingar, um eftirtalin mælitæki til ákveðinna nota: Vatnsmæla, gasmæla, raforkumæla fyrir raunorku, varmaorkumæla, mælikerfi fyrir vökva aðra en vatn, vogir, gjaldmælar leigubifreiða, mæliáhöld fyrir lengd og rúmmál, víddamælitæki, greiningartæki fyrir útblástursloft, vogarlóð og mælitæki fyrir loftþrýsting í hjólbörðum. Notkunin sem reglurnar gilda fyrir kemur fram í viðkomandi reglugerðum.

Ný mælitæki.
Mælitæki, sett á markað og tekin í fyrstu notkun, skulu uppfylla kröfur eftirtalinna reglugerða eftir því sem við á:
Rg. nr. 616/2000, um ósjálfvirkar vogir. 
Rg. nr. 465/2007, um mælitæki.
Rg. nr. 136/1994 og nr. 137/1994, um vogarlóð
Rg. nr. 130/1994, um mælitæki fyrir loftþrýsting í hjólbörðum m.a.

Mælitæki í notkun.
Í reglugerðum um mælifræðilegt eftirlit með mælitækjum í notkun eru ákvæði um hvaða notkun er eftirlitsskyld, um löggildingar, hvenær fyrsta löggilding skal fara fram og um gildistíma löggildinga ásamt ákvæðum um prófanir vegna löggildinga og fleira. Mælitæki geta verið eftirlitsskyld þótt ekki sé gerð krafa um löggildingu, það á t.d. við um sumar ósjálfvirkar vogir.
Mælitæki sem uppfylla grunnkröfur reglugerða nr. 616/2000 og 465/2007 og eru rétt merkt, má taka í notkun eins og þau væru löggilt, en þau ber að merkja með sérstökum miða fyrir ný mælitæki. Þessi heimild gildir þó aðeins ef samræmismati er að fullu lokið.

Reglugerðirnar um mælifræðilegt eftirlit með mælitækjum í notkun eru:
Reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með varmaorkumælum (rg. nr. 561/2012),
Reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með vatnsmælum (rg. nr. 1062/2008),
Reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með raforkumælum (rg. nr. 1061/2008),
Reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með mælikerfum fyrir eldsneytisskammtara, tankbifreiðar og mjólk (rg. nr. 1060/2008),
Reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með sjálfvirkum vogum (rg. nr. 253/2009),
Reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með ósjálfvirkum vogum (rg. nr. 254/2009)
Reglugerð um vínmál og löggildingu þeirra (rg. nr. 269/2006).

Verið er að vinna að setningu reglugerðar um mælifræðilegt eftirlit með gjaldmælum leigubifreiða og að endurskoða þarf reglugerð um vínmál.

Yfirlit um gildistíma löggildinga:

Gerð mælitækis

Fyrsta tímabil

Gildistími löggildingar

Vog önnur en bíla-/hafnarvog

2

2

Bíla-/hafnarvog

2

1

Mælikerfi

2

2

Raforkumælir, vélrænn

16

4

Raforkumælir, rafrænn

8

8

Vatnsmælir, kalt vatn, vélrænn, neðra rennslissvið

9

5

Vatnsmælir, kalt vatn, vélrænn, efra rennslissvið

7

5

Vatnsmælir, heitt vatn, vélrænn

5

5

Vatnsmælir, rafrænn

12

5

Varmaorkumælir, vélrænn, jarðhitavatn

5

5

Varmaorkumælir, vélrænn, hreint vatn

8

5

Varmaorkumælir, rafrænn

12

5

Vínskammtari

0

3

Veltivínmál

0

ótakmarkað

Innra eftirlit.
Heimilt er að nota innra eftirlit í stað löggildinga fyrir raforkumæla o.fl. mælitæki að fengnu samþykki Neytendastofu. Innra eftirlit skal tryggja að mælitæki undir innra eftirliti standist sömu kröfur um nákvæmni og mælitæki sem hljóta reglubundna löggildingu.Nánari upplýsingar fást hjá mælifræðisviði Neytendastofu.

Nóv 2012.

 

TIL BAKA