Fara yfir á efnisvæði

Kvörðunarþjónusta og rekjanleiki

Mælifræðisvið Neytendastofu býður upp á margvíslega þjónustu tengda kvörðunum mælitækja. Með kvörðun er átt við samanburð mælitækis við annað kvarðað og nákvæmara mælitæki eða mæligrunn, sem hefur þekkta eiginleika.

Kvörðun (e.calibration) felur sjaldnast í sér stillingu mælitækis heldur er hún skjalfesting á mælifræðilegum eiginleikum tækisins.

Afar mikilvægt er að kvörðun sé rekjanleg til viðurkenndra mæligrunna, s.s. landsmæligrunna og alþjóðlegra mæligrunna, til að tryggja tengsl mælinganna við aðrar mælingar sem gerðar eru innanlands og utan.

Gjald fyrir kvarðanir er reiknað út frá vinnutímagjaldi, efniskostnaði, faggildingarkostnaði og hlutdeild í stjórnunarkostnaði.

Kvörðunarþjónusta Neytendastofu er í Borgartúni 21, gengið er vestan megin við húsið við neðri hringstigann. Sjá kort

TIL BAKA