Fara yfir á efnisvæði

Mæligrunnar

Landsmæligrunnar
Til þess að mælingar séu sambærilegar og jafngildar milli landa þurfa allir að nota sömu viðmið og eru þau viðmið nefnd mæligrunnar (e. measurement standards). Frægasti mæligrunnurinn er líklega lóð hjá alþjóðlegu mælifræðistofnuninni Bureau International des Poids et Mesures, (BIPM) í París sem er alþjóðlegur mæligrunnur fyrir kílógrammið.

Landsmæligrunnar nefnast þeir mæligrunnar sem ætlað er með opinberri ákvörðun að vera viðmið fyrir mælingar í ákveðnu landi. Hefur Neytendastofa það lögbundna hlutverk að afla og viðhalda rekjanlegum mæligrunnum á Íslandi en Geislavarnir ríkisins annast landsmæligrunna á sviði jónandi geislunar og geislavikrni. Til þess að landsmæligrunnar og aðrir mæligrunnar geti þjónað hlutverki sínu verða þeir að vera rekjanlegir, þ.e. í sannanlegum og skilgreindum tengslum við rekjanlega mæligrunna á hærra stigi eða við frummæligrunna og skilgreiningu viðkomandi eðlisfræðistærðar. Mæligrunnar Neytendastofu eru rekjanlegir til alþjóðlegra mæligrunna enda eru þeir flestir kvarðaðir hjá erlendum mælifræðistofnunum á hæsta stigi, s.s. Sveriges Provnings- och Forskningsinstitut (SP) í Svíþjóð, National Physical Laboratory (NPL) í Englandi og Physikalisch-Technischen Bundesanstalt (PTB) í Þýskalandi. Einnig tekur Neytendastofa þátt í samanburðarmælingum til að tryggja rekjanleika mælinga.

 

Alþjóðleg skilgreining landsmæligrunns 

Mæligrunnur, sem er viðurkenndur með opinberri ákvörðun sem grundvöllur í viðkomandi landi, til að setja gildi á aðra mæligrunna fyrir viðkomandi stærð.

 

Einfölduð mynd af tengslum massamælinga á Íslandi við kílógrammið í París.

 

TIL BAKA