Fara yfir á efnisvæði

Mælitækjatilskipun (MID)

Tilskipun um marga flokka mælitækja
Tilskipun ESB um mælitæki, oftast nefnd MID, var innleidd hér með reglugerð nr. 876/2016.
Hún kom í stað sértilskipana sem voru flestar frá árunum 1971-1980. Vegna tækniþróunar voru mörg ákvæði þessara tilskipana orðin úrelt.

 MID setur almennar grunnkröfur fyrir þá flokka mælitækja sem hún tekur til. Jafnframt er vísað til samhæfðra evrópskra staðla eða normskjala frá OIML. Framleiðandi sem uppfyllir staðal eða normskjal sem vísað er til og sýnir fram á það með því að nota svonefndar aðferðaeiningar skv. viðaukum MID, telst hafa uppfyllt viðkomandi grunnkröfur.

Mælitækjatilskipunin nær til eftirfarandi flokka mælitækja:
1. vatnsmæla (heitt og kalt vatn)
2. gasmæla
3. raforkumæla
4. varmaorkumæla
5. mælikerfa fyrir vökva aðra en vatn
6. sjálfvirkra voga
7. gjaldmæla leigubifreiða
8. mæliáhalda (lengdarmál, vínmál og glös)
9. víddamælitækja (lengd af rúllu, flatarmál skinna o.fl.)
10. greiningartækja fyrir útblástursloft

Nánari upplýsingar fást hjá mælifræðisviði Neytendastofu.

 

TIL BAKA