Fara yfir á efnisvæði

Þyngdarsvæði voga

Þyngdarsvæði á Íslandi og stilling voga fyrir þau
Flestar vogir eru háðar þyngdarkrafti og því þarf að stilla þær fyrir þyngdarsvið notkunarstaðar.

Tvær leiðir eru til að stilla á þyngdarsvið:
  • Stilla vog á notkunarstað
  • Stilla vog hjá framleiðanda  
Að stilla vog á þyngdarsvið
Farið er með vog á notkunarstað og hún stillt með kvörðuðum lóðum en þá er óþarfi að vita nokkuð um þyngdarsvið.
Vog er stillt hjá framleiðanda inn á þyngdarsvið notkunarstaðar en það er aðeins hægt hafi ríki opinberlega gefið út styrk þyngdarsviðsins g.

Innsigli
Til þess að stilling vogar hjá framleiðanda inn á þyngdarsvið notkunarstaðar sé tekin gild verður hún að vera innsigluð svo að ekki sé unnt að breyta stillingunni.

Innsigli er einmitt eitt af skilyrðum þess að ný vog, sem hlotið hefur samræmismat eftir viðauka II í reglugerð nr. 616/2000, geti talist löggilt, sbr. 7. gr. í reglugerð nr. 57/2001.

Úr reglugerð 616/2000, VIÐAUKI II
5. tölul. Sameiginleg ákvæði

5.2 Nú er starfsemi vogar háð breytingum á þyngdarkrafti og er þá heimilt að málsmeðferð, sem um getur í lið 5.1 (EB-sannprófun), fari fram í tveimur áföngum og skal þá seinni áfanginn felast í öllum skoðunum og prófunum þar sem þyngdarkraftur getur haft áhrif á niðurstöður en sá fyrri felast í öllum öðrum skoðunum og prófunum. Seinni áfanginn skal fara fram á notkunarstað vogarinnar. Hafi aðildarríki ákvarðað þyngdarsvæði á yfirráðasvæði sínu jafngildir fullyrðingin ,,á notkunarstað vogarinnar" orðunum ,,á þyngdarsvæði notkunarstaðar vogarinnar".

Þyngdarsvæði á Íslandi
Eftirfarandi viðmiðun skal gilda fyrir þyngdarsvæði á Íslandi við stillingu voga:

Gildi: g = 9,82308 m/s²
Vikmörk: Δg =  0,00112 m/s²

 

Heimildir:
Orkustofnun, jarðhitadeild. Þyngdarmæligögn og þyngdarkort af Íslandi eftir Gunnar Þorbergsson, Ingvar Má Magnússon og Guðmund Pálmason. OS-90001/JHD-01.
Reykjavík, júlí 1990.

Þyngdarsvæði - Merking
Vog, sem stillt er inn á þyngdarsvæði á Íslandi, skal merkjast með g-i, upphafsstöfum landsins og g-gildinu, þ.e.:

g =  9,82308 m/s²

Þyngdarsvæði, vogir í flokki III og IIII
  •  Ísland er eitt þyngdarsvæði fyrir vogir í flokki III með 3000 skerðingar og færri.
  •  Ísland er eitt þyngdarsvæði fyrir vogir í flokki IIII óháð fjölda skerðinga.
      
TIL BAKA