Fara yfir á efnisvæði

Framleiðsla og kröfur

Framleiðsla og kröfur um uppsetningu

Um framleiðslu sem er markaðssett eða framleidd á Íslandi gilda ákvæði evrópskra tilskipana sem hafa verið innleiddar á hér á landi með íslenskum lögum og reglugerðum á grundvelli EES-samningsins. Um framleiðslu og nánari kröfur til mælitækja fer nánar eftir ákvæðum I. viðauka tilskipunar nr. 2014/32/ESB eins og hún er innleidd hér á landi með reglugerð nr. Reglugerð nr. 876/2016 um mælitæki, með síðari breytingum. Öll mælitæki verða að uppfylla grunnkröfur sem er taldar upp í I.viðauka tilskipunar 2014/32/ESB og til viðbótar kröfur sem mælt er fyrir í III.-XII. viðaukum um sérstök tæki. Í II. viðauka tilskipunarinnar má finna hvaða aðferðareiningar unnt er að nota þegar að mælitæki eru framleidd eða tekin til ný til fyrstu notkunar. Ákvæðin gilda um mælitæki sem eru ný á markaði hér á landi eða innan EES-svæðisins þegar þau eru sett á markað, þ.e.a.s. þau eru annað hvort ný mælitæki framleidd af framleiðanda með staðfestu hér á landi eða innan EES-svæðisins. Ákvæðin gilda um mælitæki, hvort sem þau eru ný eða notuð eða innflutt frá ríki sem stendur utan við ESB og EES-samninginn, einnig ef tæki er afhent með fjarsölu til notkunar á Íslandi eða EES-ríki. Neytendastofa fer með lögmælifræðilegt eftirlit hér á landi, varðveitir landsmæligrunna og tekur þátt í evrópsku og alþjóðlegu starfi á sviði mælifræði.

TIL BAKA