Fara yfir á efnisvæði

Mælitæki í notkun

Í reglugerðum um mælifræðilegt eftirlit með mælitækjum í notkun eru ákvæði um hvaða notkun er eftirlitsskyld, um löggildingar, hvenær fyrsta löggilding skal fara fram og um gildistíma löggildinga ásamt ákvæðum um prófanir vegna löggildinga og fleira. Neytendastofa getur veitt umboð til aðila sem til þess teljast hæfir og hafa fengið faggildingu til slíkra starfa að annast verklega framkvæmd við löggildingu mælitækja sem falla undir eftirlit stofnunarinnar, sbr. reglugerð nr. 956/2006. 

Tveir aðilar  starfa á grundvelli slíks umboðs frá Neytendastofu:

Frumherji: Allar sjálfvirkar og ósjálfvirkar vogir og eldsneytisdælur.

BSI á Íslandi: Sjálfvirkar vogir og ósjálfvirkar vogir upp að 3.000 kg vigtargetu.

 Í þeim tilvikum að eftirlitsskyldur aðili fer ekki að gildandi reglum þá tilkynnir umboðsaðilinn um slík tilvik til stofnunarinnar sem tekur ákvörðun um hvort beita eigi stjórnvaldsúrræðum, s.s. lokun eða stöðvun viðskipta og notkun mælitækisins.

 

Tilskipun 2014/32/ESB sem innleidd er á Íslandi með reglugerð nr. 876/2016 um mælitæki


 

 

TIL BAKA