Fara yfir á efnisvæði

Samræmisyfirlýsingar

Í gildandi reglum um framleiðslu og markaðssetningu mælitækja þá ber framleiðendum skylda til að gefa út samræmisyfirlýsingu, eða leita eftir því hjá tilkynntum aðila ef það á við. Um útgáfu samræmisyfirlýsingar gilda ítarlegar reglur samkvæmt hlutaðeigandi aðferðareiningum sem eiga við hverju sinni.

Í viðauka XIII: við tilskipun 2014/32/ESB, sbr. reglugerð nr. 876/2016 sem innleiðir tilskipunina hér á landi er að finna lögfest og staðlað grunnform slíkra yfirlýsinga þar sem kveðið er á um lágmarksupplýsingar sem skulu koma fram í samræmisyfirlýsingunni.

TIL BAKA