Fara yfir á efnisvæði

Skoðunarstofur

Óháðar faggiltar skoðunarstofur annast framkvæmd markaðseftirlits hér á landi að svo miklu leyti sem unnt er. Þannig er skilið á milli stjórnsýsluþáttar eftirlitsins sem Neytendastofa hefur með höndum og framkvæmdar þess eftirlits sem skoðunarstofur sinna í umboði Neytendastofu.

Faggiltri skoðunarstofu er heimilt, að fengnu starfsleyfi eða umboði frá Neytendastofu, að annast skoðanir, rannsóknir, eftirlit og úttektir á sviði markaðseftirlits eða löggildingu mælitækja samkvæmt samningi sem gerður er til lengri eða styttri tíma.

Neytendastofa veitir umboð til reksturs skoðunarstofa á svið mælifræði og markaðseftirlits. 

Skoðunarstofa skal fullnægja kröfum um hlutleysi þriðja aðila, eins og þær eru í reglugerð um starfsemi faggiltra óháðra skoðunarstofa. Skoðunarstofur með starfsleyfi Neytendastofu:

Skoðunarstofa

Heimili

Staður

Sími

Veffang

Frumherji hf

Þarabakka 3

109 Reykjavík

570 9000

www.frumherji.is

Rafskoðun ehf

Lyngási 11

210 Garðabæ

551 4500

www.rafskodun.is

Aðalskoðun hf

Hjallahrauni 4

220 Hafnarfirði

590 6900

www.adalskodun.is

BSI á Íslandi

Skipholti 50c

105 Reykjavík

414 4444

www.bsiaislandi.is

 Löggilding ehf.
Brekkubraut 1
300 Akranes
566 6030
www.loggilda.is

 


TIL BAKA