Flugi aflýst

Það getur gerst að flugi er aflýst með stuttum fyrirvara og flugfélag getur ekki komið farþegum á áfangastað á svipuðum tíma og flugáætlun gerði ráð fyrir. Þá eiga farþegar rétt á aðstoð og skaðabótum frá flugfélaginu eftir atvikum ef: 

●        farþegi hefur staðfesta skráningu í flugið
●        farþegi hefur mætt til innritunar á réttum tíma
●        brottför er frá EES-ríki eða ferðast er með evrópsku flugfélagi til EES-ríkis

Farþegar sem ferðast ókeypis eða á afsláttarverði sem stendur almenningi ekki til boða hafa ekki þessi réttindi að undanskildum farþegum með farmiða úr fríðindaklúbbi eða öðru viðskiptakerfi flugfélags eða ferðaskrifstofu.

Endurgreiðsla eða breyting á farmiða
Farþegi hefur völ á að: 

●        fá miðann endurgreiddan og flug til baka til fyrsta brottfararstaðar 
          eða
●        fá flugleiðinni til lokaáfangastaðarins breytt

Ef fyrri kosturinn er valinn skal farþegi fá endurgreitt að fullu innan sjö daga fyrir það flug sem ekki var farið og fyrir þá hluta ferðarinnar sem farnir hafa verið ef flugið þjónar engum tilgangi lengur.

Ef flugfélag býður farþega flug til annars flugvallar en hann var skráður til greiðir félagið ferðakostnaðinn milli flugvallanna eða annars nálægs áfangastaðar ef farþegi samþykkir það.

Ókeypis þjónusta
Flugfélag verður að bjóða farþegum endurgjaldslaust: 

●        máltíðir og hressingu
●        hótelgistingu þegar þess er þörf
●        flutning á milli flugvallar og gistiaðstöðu
●        tvö símtöl eða skilaboð

Skaðabætur
Réttur farþega til skaðabóta fer eftir því hve löngu fyrir áætlaða brottför honum er tilkynnt um að flugi sé aflýst og hve mikill munur er á brottfarar- og komutíma þess flugs sem honum er boðið og upphaflega fluginu.

 
Fyrirvari tilkynningar  Tímamunur á flugi brottför / koma  Skaðabætur 
 A.m.k. 14 dagar   -  Nei
 7 - 14 dagar Innan við 2 klst. / 4 klst.  Nei
 7 - 14 dagar Meira en 2 klst. / 4 klst.  Já
 A.m.k. 7 dagar Innan við 1 klst. / 2 klst.  Nei
 A.m.k. 7 dagar Allt að 4 klst.   Já
 Minna en 7 dagar Meira en 4 klst.   Já

 

Upphæð skaðabóta sem farþegi á rétt á fer eftir lengd flugsins og hve mikil töf verður á að hann komist á áfangastað.

Lengd flugs  Lengd tafar  Skaðabætur 
 Undir 1500 km  Allt að klst.  € 125
 Undir 1500 km  Meira en 2 klst.  € 250
 1500 - 3500 km  Allt að 3 klst.  € 200
 1500 - 3500 km  Meira en 3 klst.  € 400
 Yfir 3500 km  Allt að 4 klst.  € 300
 Yfir 3500 km  Meira en 4 klst.  € 600
 

Flug undir 1500 km er til dæmis til:
●        Allra áfangastaða innanlands
●        Færeyja
●        Kulusuk
●        Narsarsuaq
●        Glasgow
Flug milli 1500 – 3500 km er t.d. til:
●        Óslóar
●        Stokkhólms
●        Helsinki
●        Kaupmannahafnar
●        Hamborgar
●          Frankfurt
●        Amsterdam
●        Lúxemborgar
●        London
●        Halifax
Flug yfir 3500 km er t.d. til:
●        Baltimore
●        Minneapolis
●        New York
●        Boston
●        Orlando
●        San Francisco

Skaðabæturnar skal greiða í reiðufé, með rafrænni yfirfærslu, í gíró eða með bankaávísun. Bætur mega greiðast með ferðaávísun og/eða annarri þjónustu ef farþegi samþykkir það.

Flugfélag þarf ekki að greiða skaðabætur ef flugi var aflýst vegna óviðráðanlegra aðstæðna sem ekki hefði verið hægt að afstýra jafnvel þótt gerðar hefðu verið allar nauðsynlegar ráðstafanir. Slíkar aðstæður geta t.d. skapast vegna: 

●        ótryggs stjórnmálasambands
●        veðurskilyrða
●        öryggisáhættu
●        fyrirvaralausra verkfalla

Hvað á farþegi að gera?
Ef flugi er aflýst skal farþegi leita til fulltrúa þess flugfélags sem hann á pantað flug hjá. Ef ferð var keypt hjá ferðaskrifstofu eða öðru flugfélagi en sér um flugið er hægt að leita til þess aðila.

Ef flugfélagið stendur ekki við skyldur sínar getur farþegi sent kvörtun til Samgöngustofu eða ef flugið er hluti af pakkaferð til úrskurðarnefndar í ferðamálum eða Neytendastofu.

Nánari upplýsingar um réttindi flugfarþega má fá hjá Samgöngustofu.

TIL BAKA