Seinkun á flugi

Ef seinkun verður á flugi eiga farþegar rétt á aðstoð og skaðabótum frá flugfélaginu eftir atvikum ef:

●        farþegi hefur staðfesta skráningu í flugið
●        farþegi hefur mætt til innritunar á réttum tíma
●        brottför er frá EES-ríki eða ferðast er með evrópsku flugfélagi til EES-ríkis

Farþegar sem ferðast ókeypis eða á afsláttarverði sem stendur almenningi ekki til boða hafa ekki þessi réttindi að undanskildum farþegum með farmiða úr fríðindaklúbbi eða öðru viðskiptakerfi flugfélags eða ferðaskrifstofu.

Aðstoð og bætur
Réttur farþega til aðstoðar fer eftir lengd flugs og hve mikil töf er áætluð.

 Lengd flugs    Lengd tafar             Aðstoð 
 Undir 1500 km     Minna en 2 klst                 Nei
 Undir 1500 km  Meira en 2 klst

 • Máltíðir og hressing

 • 2 símtöl eða skilaboð

 1500 - 3500 km    Minna en 3 klst                 Nei
 1500 - 3500 km  Meira en 3 klst

 • Máltíðir og hressing

 • 2 símtöl eða skilaboð

 Yfir 3500 km  Minna en 4 klst.                    Nei
 Yfir 3500 km  Meira en 4 klst.

 • Máltíðir og hressing

 • 2 símtöl eða skilaboð

 
 Öll flug  Meira en 5 klst.

 • Máltíðir og hressing

 • 2 símtöl eða skilaboð

 • Endurgreiðsla farmiða ef faþegi hættir við ferðina

 Öll flug  Yfir nótt

 • Máltíðir og hressing

 • 2 símtöl eða skilaboð

 • Hótelgisting

 • Flutningur milli flugvallar og gistiaðstöðu

 • Endurgreiðsla farmiða ef faþegi hættir við ferðina

Flug undir 1500 km er t.d. til:
•        Allra áfangastaða innanlands
•        Færeyja
•        Kulusuk
•        Narsarsuaq
•        Glasgow
Flug milli 1500 – 3500 km er t.d. til:
•        Óslóar
•        Stokkhólms
•        Helsinki
•        Kaupmannahafnar
•        Hamborgar
•        Frankfurt
•        Amsterdam
•        Lúxemborgar
•        London
•        Halifax
Flug yfir 3500 km er t.d. til:
•        Baltimore
•        Minneapolis
•        New York
•        Boston
•        Orlando
•        San Francisco

Ókeypis þjónusta
Máltíðir og hressing
Farþegi á rétt á máltíðum og hressingu endurgjaldslaust í samræmi við lengd tafarinnar.

Símtöl eða skilaboð
Farþega skal boðið að hringja símtöl eða senda skilaboð með bréfsíma eða tölvupósti endurgjaldslaust.

Hótelgisting og flutningur
Farþegi sem neyðist til að bíða eftir fari eina eða fleiri nætur á rétt á hótelgistingu og flutningi á milli flugvallar og gistiaðstöðu.

Endurgreiðsla farmiða
Ef flugi seinkar um 5 klst. eða meira þá getur farþegi ákveðið að hætta við ferðina. Hann á rétt á endurgreiðslu farmiðans og flugi til baka til fyrsta brottfararstaðar sér að kostnaðarlausu.

Skaðabætur
Farþegi getur átt rétt á skaðabótum fyrir tjón sem verður af völdum seinkunar ef:

•        flugfélagið er evrópskt (óháð áfangastað)
          og
•        flugfélagið ber ábyrgð á töfinni
Flugfélag ber ekki ábyrgð á tjóni ef það getur sannað að félagið, starfsmenn þess og umboðsmenn hafi viðhaft þær aðgerðir sem telst sanngjarnt að viðhafa eða að ómögulegt hafi verið að framkvæma slíkar aðgerðir.

Hámark bóta vegna hvers farþega er 4.150 SDR.

Hvað á farþegi að gera?
Ef seinkun verður á flugi skal farþegi leita til fulltrúa þess flugfélags sem hann á pantað flug hjá. Ef ferð var keypt hjá ferðaskrifstofu eða öðru flugfélagi en sér um flugið er hægt að leita til þess aðila.

Neiti flugfélag að greiða bætur getur farþegi lagt málið fyrir dómstóla.

Ef flugfélagið stendur ekki við skyldur sínar getur farþegi sent kvörtun til Samgöngustofu eða ef flugið er hluti af pakkaferð til úrskurðarnefndar í ferðamálum eða Neytendastofu.

Nánari upplýsingar um réttindi flugfarþega má fá hjá Samgöngustofa.

 

TIL BAKA