Fara yfir á efnisvæði

Við hvern áttu viðskipti?

Netverslun sem stundar viðskipti við neytendur mun alltaf setja fram ítarlegar upplýsingar um starfsemi sína á netsíðu sem hún nota við sölu á vörum og þjónustu. Finnir þú ekki upplýsingar um seljanda þá skaltu íhuga vel hvort þú viljir eiga viðskipti við verslun sem þú ekki þekkir neitt til.

Upplýsingar sem þú átt að fá þegar þú stundar viðskipti við netverslun í einhverju ríki á Evrópska efnahagssvæðinu (ESB og EFTA EES ríki): 

        • Nafn verslunarinnar 
        • Heimilisfang á starfsstöð verslunarinnar. 
        • Tölvupóstfang, póstfang, símanúmer og önnur samsvarandi atriði sem gerir þér kleift að geta haft samband við verslunina 
        • Skráningarnúmer viðkomandi verslunar s.s. kennitala eða skráningarnúmer hjá fyrirtækjaskrá í viðkomandi landi

Getir þú ekki á nokkurn hátt fundið neinar upplýsingar um hvernig megi hafa samband við seljanda eða hver standi að baki netversluninni getur verið ráðlegast að eiga ekki neinn viðskipti við netverslunina. Það getur bent til að ekki sé um að ræða verslun sem er að stunda heiðarleg viðskipti. Ef þú finnur aðeins tölvupóstfang eða samningseyðublað þá getur þú lent í vandræðum síðar, t.d ef þú þarft að kvarta vegna vörunnar eða fá hana endurgreidda.

TIL BAKA