Alþjóðlega mælieiningakerfið
SI er skammstöfun fyrir alþjóðlega mælieiningakerfið „Système International d'Unités“. Það sem einkennir SI-mælieiningakerfið er að einungis ein eining er notuð um hverja mælistærð. SI-mælieiningakerfið á sér rætur í MKS-kerfinu (metri, kílógramm, sekúnda) sem varð til á seinni hluta 19. aldar. Það varð þó ekki fyrr en á 11. þingi CGPM, alþjóðaráðsins fyrir vog og mál, árið 1960 sem SI-mælieiningakerfið var samþykkt. Síðan þá hefur það náð mikilli útbreiðslu og er nú orðið ráðandi mælieiningakerfi í heiminum.
Samkvæmt lögum nr 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn er notkun SI-mælieininganna lögboðin á Íslandi. Þetta er síðan áréttað í reglugerð nr 1160/2011 um mælieiningar.
Grunneiningar SI-kerfisins eru:
Eining |
Skammstöfun |
Mælistærð |
kílógramm |
kg |
massi |
metri |
m |
lengd |
sekúnda |
s |
tími |
amper |
A |
straumur |
kelvin |
K |
hitastig |
kandela |
cd |
ljósstyrkur |
mól |
mol |
efnismagn |
Aðrar einingar eru leiddar út frá þessum ásamt tugfeldum af þeim. Þeir sem vilja fá nánari útlistun á SI-einingunum er bent á kverið SI-kerfið; Leiðbeiningar sem gefnar eru út af Staðlarráði Íslands. Einnig er hægt að finna upplýsingar um kerfið á vefnum, t.d. eru gagnlegar upplýsingar um kerfð að finna hjá alþjóðlegu mælifræðistofnuninni Bureau International des Poids et Mesures (BIPM)